Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2006

Vormolla

Það er molla í loftinu, hiti og stafalogn. Loftleysið að drepa mig hérna innan veggja skólans. Börnin eru komin i vorleikina; snú-snú, kýló, fótbolta og körfu. Þetta eru ekki leikirnir sem börn eiga að leika í janúar á Íslandi. Snjórinn ætti að vera hérna, en ekki á Ítalíu. Helgin er sem sagt löngu liðin og kominn þriðjudagur. Henni var ágætlega varið. Var að mestu leyti heimafyrir að dunda; annað hvort yfir skruddum eða einhverju öðru. Við fengum slatta af gestum. Meðal annarra komu Jórunn, Þorbjörg og Jórunn María. Þorbjörg byrjaði að passa SF þegar hún var 11 ára og hann sex mánaða. Jórunn mamma hennar tók stóran þátt í uppeldinu, þar sem Þorbjörg og SF voru mikið heima hjá henni. Þorbjörg passaði síðan KB og vann líka í Björnsbúð. Nú eru bæði börnin sem hún passaði orðin stærri en hún og hún komin með eina litla níu mánaða. Ég lét mig hafa það að skokka í roki og rigningu á sunnudaginn og það í heilar 40 mínútur. Ég hef ekkert verið neitt sérlega dugleg við skokkið. Hef verið dugle...

Föstudagur

Uppáhaldsdagurinn minn hefur lengi verið föstudagur. Vikan búin, en þó ekki alveg. Helgin að koma, en þó ekki komin. Þetta er svona tími sem það má bara dingla sér og gera lítið, nema eitthvað mikið liggi við. Vikan hefur bara liðið eins hratt og allar aðrar vikur. Það var snjór um síðustu helgi, en nú er allt marautt og ótrúlega heitt. En það er bara verið að stríða okkur eina ferðina enn, snjórinn og veturinn eru á leiðinni aftur. Það er sama hvað trjánum er klappað og reynt að brosa til þeirra. Þau vilja ekki taka lit strax. Tveir úr fjölskyldunni áttu afmæli í vikunni. Vigdís á miðvikudaginn og Garðar tendgapabbi minn i gær. Þau eru náttlega í besta stjörnumerkinu, með öllu hinu skrítna fólkinu (þar á meðal mér). Það er alltaf verið að tala um að vatnsberar séu svo sér á báti. Ég held bara að allir sé sérstakir og einstakir, það vita bara ekki allt að því, þeir eru of uppteknir við að vera eins og hinir og falla í hópinn. Á miðvikudaginn fórum við hjónin í bíó með Björk og Jóni Pál...

Útsölukík

Stór hluti þessarar fjölskyldu kíkti á útsölur í gær. Mér fannst mikilvægt að næla í góðar vörur á hagstæðu verði og skrapp því með manninn í búðir sem ég annars þori ekki að fara inní. Þar var fjárfest í jakka og peysu á hann og jakka á hana, dóttirin keypti peysu í Karen Millen, en þar fást eingöngu föt í barnastærðum. Þó að ég teljist ekki mjög mikil um mig, þá passaði ég ekki í eina einustu flík þarna inni (reyndi það ekki einu sinni). Að verlsunarferðinni lokinni fórum við heim að elda lambalærið. Öll fjölskyldan borðaði saman (en það gerist eiginlega bara á jólum nú orðið), þannig að við áttum notalega stund saman. Í morgun skutluðum við SF í vinnuna, kíktum síðan í kaffi til mömmu og pabba. Ég sat yfir skruddunum allan eftirmiðdaginn. Las og fjallaði um námskráfræði á Web ct-inu. Mér finnst þetta mjög spennandi fræði og ættu starfandi kennarar að vera meðvitaðri og gagnrýndari á það efni sem þeir eru að kenna. Nú ætla ég að athuga hvort Gunnar bróðir og fjölskylda séu heima.

Dugleg

Hafið þið upplifað það að finnast þið aldrei gera nóg eða nógu vel?? Þetta er pottþétt e-ð sem háir kennslukonum í miklum mæli. Þá er að læra að enginn sé fullkominn, heldur reynir eins vel og hann getur. Þá er það málið; Er ég að gera alltaf eins vel og ég get? Ég á alls ekki erfitt með að svara þessari spurningu og svarið er NEI. Ég get oft gert miklu betur. Ég er semsagt að leggja lokahönd á undirbúning fyrir foreldrafundi sem haldnir verða á föstudag. Við það vakna margar spurningar um manns eigið ágæti sem kennara. Annars er veðrið fínt; snjór og hitinn við frostmark. Það var fínt að fara í sund í morgun í skafrenningi og vaða snjóinn upp á kálfum. Besta byrjun á góðum degi er sund, hugleiðsla og góður morgunmatur (kaffið bíður til kl. 10).

Vetur og birta

Mér líst vel á veturinn sem kominn er. Snjór, frost, bira. þannig á þetta að vera, það er líka allt í lagi að fá snjóbyl af og til. Vetur á veturna og sumur á sumrin, ekki þetta volaða hálfkák; enginn vetur, ekkert sumar. Dagarnir hafa verið verulega vel skipulagðir upp á síðkastið, enda námsmat með tilheyrandi yfirferð og verkefnamati. Foreldraviðtöl á föstudaginn. Ég er nokkuð sátt við námsmatið að þessu sinni, enda var það mjög fjölbreytt. Það er þó alltaf sama álagið að taka þetta saman, skrá og síðan er að velta fyrir sér hvernig nýta eigi útkomu þess til góða fyrir nemendurna. Um helgina stakk ég upp á að við skúruðum yfir gólfin og tækum aðeins til, en þegar Björn var búinn að skúra í þrjá klukkutíma fannst mér nóg komið og langaði líka að gera e-ð annað. Kíktum þá á endurbyggjendurna; Helga og Arndísi. Þetta kemur allt í rólegheitunum og verður mjög flott. Helga datt í hug að panta allar innréttingar í IKEA í USA, sumir þurfa alltaf að fara yfir lækinn til að sækja vatnið (hans...

Óttalegt basl

Ég hef átt í miklu basli með þessa blessuðu síðu. Í hvert sinn sem ég skrifa eitthvað hérna inn get ég ekki sent það út á vefinn. Það kemur í ljós hvort eitthvað gerist núna. Ég er í staðbundinni lotu í KHÍ í dag og í morgun og nú er verið að lesa um námskrárfræði og námsmat. Tveimur kúrsum var skellt saman í einn. Það er fínt að fá fyrirlestur um hvernig best er að meta nám nemenda og fá staðfestingu að það sé í lagi að leggja fyrir próf ef skýr markmið liggi að baki. Það er annars allt gott að frétta. Ég finn að það er að fara að birta, alla vegana líður mér þannig og er að fyllast af orku sem ég get nýtt í starfi og námi.