Það er molla í loftinu, hiti og stafalogn. Loftleysið að drepa mig hérna innan veggja skólans. Börnin eru komin i vorleikina; snú-snú, kýló, fótbolta og körfu. Þetta eru ekki leikirnir sem börn eiga að leika í janúar á Íslandi. Snjórinn ætti að vera hérna, en ekki á Ítalíu. Helgin er sem sagt löngu liðin og kominn þriðjudagur. Henni var ágætlega varið. Var að mestu leyti heimafyrir að dunda; annað hvort yfir skruddum eða einhverju öðru. Við fengum slatta af gestum. Meðal annarra komu Jórunn, Þorbjörg og Jórunn María. Þorbjörg byrjaði að passa SF þegar hún var 11 ára og hann sex mánaða. Jórunn mamma hennar tók stóran þátt í uppeldinu, þar sem Þorbjörg og SF voru mikið heima hjá henni. Þorbjörg passaði síðan KB og vann líka í Björnsbúð. Nú eru bæði börnin sem hún passaði orðin stærri en hún og hún komin með eina litla níu mánaða. Ég lét mig hafa það að skokka í roki og rigningu á sunnudaginn og það í heilar 40 mínútur. Ég hef ekkert verið neitt sérlega dugleg við skokkið. Hef verið dugle...
"Svona er ég bara"