Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2006

Hringbrautarlífið

Á föstudaginn fór ég í flottustu skóbúð sem ég hef farið inn í lengi og keypti mér síðbúna afmælisgjöf. Þessi búð heitir Trippen og er á Rauðarárstígnum. Ég er nokkuð viss um að ég eigi eftir að kaupa fleiri Trippen skópör á ævinni. Árgangurinn hennar Kristínar var með námsmaraþon á föstudag og aðfaranótt laugardags. Hún skemmti sér konunglega. Foreldrar skiptust á að sitja yfir þeim. Ég átti vakt þegar þau voru að hefja leikinn, sótti síðan stelpuna kl. hálftíu á laugardaginn. Hún var ein af fáum sem ekkert hafði sofið alla nóttina, en þau skiptust á við að læra og hvíla sig. Við fjölskyldan voru, að sjálfsögðu, með Eurovision teiti heima hjá okkur. Ég hélt með Regínu Ósk, KBB með Silvíu Nótt eins og allir sem fæddir eru eftir 1990. Ég verð að segja að ég er ekki mjög hrifin af þessum karakter sem er að hrifsa öll verðlaun sem þjóðin kýs um. Á sunnudaginn var konudagurinn og Björn var svo sætur að gefa mér gjöf, engin blóm. Hann keypti hana meira að segja í Þjóðminjasafninu, sló alve...

Afmæli

Mín átti afmæli á föstudaginn. Í vinnunni hafði verið vinavika og fékk ég að vita hver var minn leynivinur. Það var Helena Rúnarsdóttir sem kennir 3. bekk. Hún færði mér kerti og manicure sett (fyrir neglurnar). Þess á milli fékk fallegar orðsendingar um mikilvægi vináttunnar. Ég ákvað að vera ekki með kennurunum um kvöldið heldur með fjölskyldunni. Við fengum okkur að borða á mexíkóskum stað (ekkert sérstaklega góðum), síðan fórum við í bíó og sáum Munich. Myndin var góð, en ansi löng. Þegar ég kom heim setti ég á tvær tertur sem ég hafði bakað eftir vinnu. Í gær komu nánustu ættingjar og vinir í kaffi; mamma og pabbi, Sverri, Soffía, Erling og Baldur, Halldóra og Ester Ósk, Helgi, Þorgeir og Hringur og Björk, Jón Páll, Siddý, Halldór og vinkona Siddýjar sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir. Ég fékk líka fullt af símhringingum, það er alltaf jafn gaman að eiga afmæli, þó að árin séu orðin 41. Nú er ég að hafa mig í að lesa námsrkárfræðin, áður en ég fæ gesti klukkan fjögur. Í d...

Álver út um allt

Nú virðist hvert einasta krummaskuð á landinu kalla á álver. Norðlendingar linna ekki látum fyrr en þeir fá alla vega eitt í hvern fjörð. Húsvíkingar vilja fá, Akureyringar vilja líka. Álverið í Straumsvík á að margfaldast og síðan vilja Suðurnesjamenn fá eitt. Hvaða vitleysa er þetta???? Ég er aftur flutt úr landi. Tek bara ekki þátt i þessari vitleysu. En ekki er betra að búa í Danmörku í dag eftir að Jyllandsposten skellti myndinna að Múhameð á forsíðuna. Þrátt fyrir allt þetta tókst mér að hlaupa í rúman klukkutíma í morgun. Ég hef ekki hlaupið svo lengi síðan í haust. Þannig að ég var nokkuð stolt. Mamma og pabbi komu til okkar í kaffi, báru með sér alls kyns kræsingar, þannig að við þurftum ekkert að gera nema hella upp á kaffi. Ég held svei mér þá að þau ætli eitthvað að fara að kíkja á fasteignir á Spáni. Þegar þau fóru las ég yfir verkefnið sem ég hef verið að vinna undan farið og síðan ætlum við að kíkja e-ð út á lífið.

Breytingar

Nú er svo komið að sólarhringurinn dugir bæði til náms og vinnu. Vitið þið hvað gerist þá? Mér fer að leiðast. Þá langar mig að drífa mig á námskeið eða eitthvað spennandi. Ég væri til í að skreppa í helgarferð til útlanda eða bara eitthvað. Einhver myndi þá stinga upp á að það væri fínt að slaka bara á og leggjast upp í sófa með bók eða prjóna. En ég geri það líka. Ég er meira að segja að verða búin með lopapeysuna sem ég byrjaði að prjóna á KB í haust. Ég veit samt ekkert hvort ég klára hana fyrir vorið. Það kemur í ljós. Annars hefur þessi vika liðið jafn hratt og allar hinar, stórviðburðarlaus. Annað en að þvottavélin er biluð og verður að fara í viðgerð strax, annars þurfum við að leita á náðir foreldranna. En nú er sami tími og síðasta föstudag þegar ég settist niður við tölvuna í vinnunni og bloggaði. Veðrið er yndislegt og ég ætla að fara að rölta heim. Hrafnhildur vinkona mín í Kaupmannahöfn á afmæli í dag, hún er 35, kornung og frísk.