Við hjónin tókum okkur til og gengum á Helgafellið í gær. Það er litla fjallið sem eiginlega allir Hafnfirðingar ganga á. Ég var að fara i fyrsta skipti, en ekki það síðast. Við gengum þetta nokkuð rösklega, en þegar við vorum rétt hálfnuð hlupu fram úr okkur örugglega 30 manna hópur. Þarna var á ferð hlaupahópur úr Reykjavík, voru þegar búin að hlaupa umhverfis Ástjörn og upp að Hvaleyrarvatni. Hversu brjálað getur fólk verið? Eftir hádegi var farið á kjörstað og að sjálfsögðu var kosið rétt, það eru þó ekki allir að átta sig á því hvernig það er gert. Í gærkvöldi horfðum við á kosningavökuna hjá Björk og Jóni Páli. Við vorum mismiklir sigurvegarar, þeir bláu og grænu unnu minnst, töpuðu eiginlega. Þetta þýðir að flestir Hafnfirðingar eru sáttir við það sem þeir hafa. Vakan var í raun ekkert spennandi, ekki eins spennandi og fólk hélt í fyrstu. Eina spennan var á Álftanesi, en þar féll meirihlutinn með 4 atkv. Í dag komst ég langhlaupið, hljóp 16 km og var mjög sæl og glöð eftir það. ...
"Svona er ég bara"