Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2006

Helgafell

Við hjónin tókum okkur til og gengum á Helgafellið í gær. Það er litla fjallið sem eiginlega allir Hafnfirðingar ganga á. Ég var að fara i fyrsta skipti, en ekki það síðast. Við gengum þetta nokkuð rösklega, en þegar við vorum rétt hálfnuð hlupu fram úr okkur örugglega 30 manna hópur. Þarna var á ferð hlaupahópur úr Reykjavík, voru þegar búin að hlaupa umhverfis Ástjörn og upp að Hvaleyrarvatni. Hversu brjálað getur fólk verið? Eftir hádegi var farið á kjörstað og að sjálfsögðu var kosið rétt, það eru þó ekki allir að átta sig á því hvernig það er gert. Í gærkvöldi horfðum við á kosningavökuna hjá Björk og Jóni Páli. Við vorum mismiklir sigurvegarar, þeir bláu og grænu unnu minnst, töpuðu eiginlega. Þetta þýðir að flestir Hafnfirðingar eru sáttir við það sem þeir hafa. Vakan var í raun ekkert spennandi, ekki eins spennandi og fólk hélt í fyrstu. Eina spennan var á Álftanesi, en þar féll meirihlutinn með 4 atkv. Í dag komst ég langhlaupið, hljóp 16 km og var mjög sæl og glöð eftir það. ...

Happadrættisvinningurinn

Hafið þið heyrt af lottóvinningshöfum sem hafa lent í gjaldþroti þegar búið er að eyða vinningnum margfalt. Ég var svo ótrúlega heppin að fá heilar 15.000 í vinning hjá HHÍ. Í tilefni dagsins ákvað ég að kaupa mér gallabuxur. Ég skrapp í Kringluna og fann buxur, en ég fann miklu meira, topp, nærföt og skó. Ég eyddi vinningnum ca. þrisvar sinnum (heppilegt að vinningurinn ekki hærri). En allt var þetta bráðnauðsynlegt. Helgin er búin að vera yndisleg. Ég hef hvorki lesið námskrárfræði né farið yfir verkefni nemenda minna. Í gær fórum við Björn í bæinn fyrir hádegi, byrjuðum á að skutla SF í vinnuna, fara með mjólkurfernur, dagblöð og fleira á Sorpu. Kíktum á húsgögnin í Epal sem bara má horfa á, en ekki snerta. Björn varð síðan viðstaddur útskrift fyrsta hópsins úr verslunarfagnáminu, en hann sér að einhverju leyti um það. Ég sótti hann síðan og við gerðum okkur dagamun m.a. með því kaupa ís. Evróvísjónpartýið var hjá Sverri bróður. Þar komum við saman öll systkinin, grilluðum og studd...

Er á lífi

Nú læt ég eins og ekkert hafið ískorist og held ótrauð áfram með mínar færslur hérna. Ástæðan fyrir litlum og lélegum skrifum í vetur er fyrst og fremst vegna áhugaleysis og doða. En nú er komið sumar, bæði í hjartað og svei mér þá líka í garðinu. Ritgerðarvinnu er lokið, prófagerð er hafin og sumarfrí á næsta leyti. Þetta er ótrúlegt, fyrsti veturinn í Hafnarfirði er liðinn. Hann var erfiður, tók ótrúlega mikið á andlega. Í gærkvöldi vorum við með frábæra gesti í mat, Halldóra, Ester Ósk, Sævar Örn og Helgi Þór komu hjólandi úr Norðurbænum. Við Halldóra vinnum saman, en við hittumst ekki mjög oft nema á hlaupum á göngunum (en þar er bannað að hlaupa). Þannig að það var tími til kominn að hittast. Ég gerði annað merkilegt í gær, ég keypti mér hjólahjálm. Ég var búin að heita mér því að byrja ekki að hjóla í sumar fyrr en hjálmurinn væri kominn. Ég fór síðan með ryðguðu drusluna mína á bensínstöðina oog pumpaði í dekkin og hjólaði út á Álftanes. Eftir hjólatúrinn fór ég í sund, synti ...