Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2004
Helgin er búin að vera fín hjá okkur fjölskyldunni. Við skelltum okkur á Strikið í gær og hittum þar örugglega 100 Íslendinga, en við ætluðum aðallega að hitta einn. Ingibjörg Snorradóttir, vinkona okkar frá Ísafirði var stödd hérna í helgarferð með þremur vinkonum og við eyddum með henni nokkrum tímum í miðbænum, á kaffihúsum og smá í búðum. Frábært að fá tækifæri til að hitta vini sem skella sér til Köben. Ég, Kristín og Ingibjörg fyrir utan Magasin Kvöldinu var eytt í rólegheitum hér heima. Í dag byrjaði ég daginn á því að hlaupa nokkra kílómetra, get orðið hlaupið heilmikið á fastandi, eldsnemma á morgnana (gat það aldrei). Skellti mér síðan í morgunkaffi til Hrafnhildar og Viðars og svo í sófann að lesa lífspeki Dalai Lama. Mér finnst hann geta kennt okkur Vesturlandabúum heilmargt um hvernig maður öðlist hamingju. Nú er kjúklingurinn að afþýðast og síðan fer hann á grillið. Við ætlum að borða með Hrafnhildi, Viðari og börnum.
Tvær vikur og ekkert skrifað, en hvað um það. Hér er sumarið komið, allt að verða grænt og trén farin að blómstra, þetta er ótrúlega fallegt. Jónína, Garðar og Atli fóru frá okkur um síðustu helgi, það var yndislegt að hafa þau, þau eru svo frábær. Það var mér mjög erfitt að kveðja þau, það verður kannski svo langt þangað til að ég hitti þau aftur. Lói kom síðan aftur til okkar á miðvikudaginn, búinn að fá vinnu sem "friskolelærer" á eyjunni Als, sem er á suður Jótlandi. Ég vissi að hann yrði ekki í vandræðum með á fá vinnu, eins opinn og frábær eins og hann er. Hann flaug heim í gær, rétt svona til að pakka og sækja Þóreyju og börnin. Ég hlakka mikið til að fá þau hingað út. Vinnan gengur vel. Ég var á starfsmannafundi á mánudaginn og fékk þar að vita á ég tek ábyrgð á helmingnum af börnunum á "fritids"heimilinu frá og með 1. maí. Mér fannst þetta einum of mikið fyrst þegar ég heyrði þetta, en hvað getur ekki Íslendingurinn? Björn minn er líka hættur í ...
Loksins sest ég niður og skrifa nokkrar línur. Það er búið að vera frábært að hafa Jónínu, Garðar og Atla í heimsókn. Þau komu síðasta sunnudag og fóru síðan til Brussel á fimmtudaginn. Við fáum þau síðan aftur í nokkra daga í næstu viku. Þau voru ekkert sérlega heppin með veður, en nú er sólin farin að skína og komið sumar (þó ekkert sérlega heitt). Ég gat náttúrulega ekki þvælst mikið með þeim, þar sem ég var í vinnunni, en Björn og krakkarnir eru búin að fara í bæinn og Björn stendur sig víst frábærlega sem leiðsögumaður. Lói kom til okkar í gærkvöldi, hann er í atvinnuviðtölum, fyrsta viðtalið var í dag og gekk bara vel (hann þarf örugglega að velja úr að lokum). Við fengum að fara með honum í bíltúr út fyrir borgina, það var náttlega frábært.
Björn er að tala til Brussel núna og þar er tuttugu og eitthvað stiga hiti, þannig hefur það verið undanfarna daga. Hérna er mikið farið að hlýna, mjög hlýtt í skjóli, en vindurinn var frekar kaldur og stífur í dag. Ég er með fullt af sandi í hárinu eftir vinnudaginn....stóð reglulega í sandstormi. Í dag var ég með öðrum leikskólahópi, þurfti að læra 20 ný nöfn...42 í allt þessa vikuna. Ég veit nú ekki hvernig þetta á allt að festast, fyrir utan að sum nöfn eru svo framandi að ég get ekki svo auðveldlega munað þau. Sverrir og Soffía eru þessa stundina að láta pússa sig saman hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Það er matarboð fyrir foreldrana í kvöld og síðan er veisla fyrir alla hina á sunnudaginn.... TIL HAMINGJU SVERRIR OG SOFFÍA