Helgin er búin að vera fín hjá okkur fjölskyldunni.
Við skelltum okkur á Strikið í gær og hittum þar örugglega 100 Íslendinga, en við ætluðum aðallega að hitta einn. Ingibjörg Snorradóttir, vinkona okkar frá Ísafirði var stödd hérna í helgarferð með þremur vinkonum og við eyddum með henni nokkrum tímum í miðbænum, á kaffihúsum og smá í búðum. Frábært að fá tækifæri til að hitta vini sem skella sér til Köben.
Ég, Kristín og Ingibjörg fyrir utan Magasin
Kvöldinu var eytt í rólegheitum hér heima.
Í dag byrjaði ég daginn á því að hlaupa nokkra kílómetra, get orðið hlaupið heilmikið á fastandi, eldsnemma á morgnana (gat það aldrei). Skellti mér síðan í morgunkaffi til Hrafnhildar og Viðars og svo í sófann að lesa lífspeki Dalai Lama. Mér finnst hann geta kennt okkur Vesturlandabúum heilmargt um hvernig maður öðlist hamingju.
Nú er kjúklingurinn að afþýðast og síðan fer hann á grillið. Við ætlum að borða með Hrafnhildi, Viðari og börnum.
"Svona er ég bara"