Björn er að tala til Brussel núna og þar er tuttugu og eitthvað stiga hiti, þannig hefur það verið undanfarna daga. Hérna er mikið farið að hlýna, mjög hlýtt í skjóli, en vindurinn var frekar kaldur og stífur í dag. Ég er með fullt af sandi í hárinu eftir vinnudaginn....stóð reglulega í sandstormi. Í dag var ég með öðrum leikskólahópi, þurfti að læra 20 ný nöfn...42 í allt þessa vikuna. Ég veit nú ekki hvernig þetta á allt að festast, fyrir utan að sum nöfn eru svo framandi að ég get ekki svo auðveldlega munað þau.
Sverrir og Soffía eru þessa stundina að láta pússa sig saman hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Það er matarboð fyrir foreldrana í kvöld og síðan er veisla fyrir alla hina á sunnudaginn.... TIL HAMINGJU SVERRIR OG SOFFÍA
Sverrir og Soffía eru þessa stundina að láta pússa sig saman hjá sýslumanninum í Hafnarfirði. Það er matarboð fyrir foreldrana í kvöld og síðan er veisla fyrir alla hina á sunnudaginn.... TIL HAMINGJU SVERRIR OG SOFFÍA
Ummæli