Hópurinn safnaðist saman kl. 3:50 við Ásvelli. Vorum komin við Skautahöllina tímanlega, en samt voru flestar rútur orðnar fullar, þannig við fengum aftasta bekkinn í einni rútunni, auk tveggja stakra sæta. Keyrt var að Hrauneyjum, en þar stoppaði rútan í 25 mín. Tími fór í að bíða eftir klósettum og síðan var löng röð í morgunmatinn. Við rétt náðum í brauð og kaffi til að taka með okkur í rútuna. Kaffið var gott, en ákveðið var að taka með nesti næst.
Við vorum kom í Landmannalaugar um 8:20.. þá átti eftir að skrá sig og pissa og setja vatn á brúsa.. Bæta þurfti á fötum og fleira. Þetta rétt hafðist fyrir ræsingu.
Allur hópurinn lagði af stað saman. Jóney og Júlíana fóru þó strax í upphafi á undan. Við fjórar héldum hópinn í Hrafntinnusker. Björgvin var aðeins á eftir okkur. Mér fannst erfitt að fara yfir snjóbreiðurnar en þær voru á tveggja km kafla fyrir Hrafntinnusker. Þar sem ég vissi hve kaflinn var langur þá átti ég auðveldara með að komast yfir. Eftir Hrafntinnusker missti ég stelpurnar fram úr mér. Ég sá þær alltaf fyrir framan mig og náði þeim í Jökultungunum. Áður en að þeim kom var annar tveggja km langur snjókafli, sem mér þótti erfitt að fara yfir. Jökultungurnar voru auðveldari en í fyrra, blautur jarðvegur sem var fastur í sér. Í fyrra rann maður töluvert í lausamölini. Ég fann fyrir þreytu á leiðinni úr Jökultungunum í Álftavatn, Missti stelpurnar aftur fram úr mér og náði þeim í Álftavatni. Ég hljóp síðan rólega niður að Bláfjallakvíslinni. þetta gekk ágætlega og ég passaði mig á því að taka gel með uþb. 45 mín fresti og salttöflur aðeins sjaldnar. Í Bláfjallakvíslinni ákvað ég að skipta um sokka og fékk mér hálft Atkins bar. Ég reyndi að setja Ipod-inn í gang en það gekk illa og eyddi ég of mörgum mínútur í þetta. Stelpurnar voru í Kvíslinni þegar ég kom þangað. Þær fóru á undan mér af stað. Ég stoppaði í góða stund aftur þegar ég var lögð af stað og reyndi að drusla þessum spilara í gang.. en endaði með því að slökkva á honum og setja hann í vasann og hljóp þá af stað.. Fimm km. í Emstrur voru frekar langir.. hélt alltaf að þær væru fyrir hornið.. en þegar þangað var kom var mikil gleði..
Eftir Emstrur fór vélin í gang.. mér tókst að halda góðum dampi það sem eftir var hlaupsins. Náði að fara fram úr slatta af hlaupurum. Mér leið vel.. en fann þó til í vinstra hné og upp lærið og tók þá verkjatöflur.
Ég hélt að ég væri að ná að koma á tímanum 7:52, en það var ekki alveg.. ég kom í mark á 8:03 og var mjög sátt við það.. vegna þess að mér leið vel og fylltist gleði og krafti..
Veðrið lék ekki við okkur á leiðinni, við fengum þó ágætisveður framan af það fór ekki að rigna fyrir í seinni hlutanum og eftir Bláfjallakvíslina fór að blása á móti.. Þetta var krefjandi, en gefandi hlaup og þegar svona áfanga er náð fyllist maður þakklæti og friði.
Takk fyrir Magga að takast á við þetta verkefni og taka þátt í 17 vikna undirbúningstímabili.. ég er þakklát sjálfri mér fyrir að gefa mér þennan tíma og að hafa trú á sjálfri mér.
Ég held að Danir séu fremur mikil jólabörn, heimili þeirra eru alla vega ansi jólaleg. Þeir vilja þó ekki vera mjög áberandi, jólaseríurnar eru flestar hvítar, þó sést í eina og eina í öðrum lit. Algengt er að sjá jólatré á svölunum hjá fólki, flest eru þau með seríum og sum meira að segja skreytt jólakúlum og öllum pakkanum. Margir eru líka búnir að setja upp jólatréð inni og vorum við einmitt að fylgjast með því þegar nágranni okkar var að skreyta það hjá sér í gær. Strax þriðja í jólum er eins og það hafi ekki verið jól, allt búið, jólatrén komin út, slökkt á öllum seríum og útsölur hafnar í öllum búðum.
Við höldum í okkar íslensku hefð, séría í öllum regnbogans litum á svölunum og jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og ekki tekið niður aftur fyrr en á þrettándanum.
Danir skilja ekkert í þessum þrettán jólasveinum sem við eigum.
Ummæli