Það er ótrúlega mikið að gera þessa dagana. Örugglega ekki bara hjá mér. Annaskilin að skella á og yfirferð verkefna á fullu. Þetta hefst að lokum, en það verður örugglega smá vinna um helgina.
Ég hef verið að velta fyrir mér að ljúka náminu í Danmörku eða Englandi. Líst betur á Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. En það er ekki mjög vinsælt á heimilinu. Haldin var fjölskyldufundur og sonurinn, þrettán ára var mjög ósáttur. Hann vill fara á alla aðra staði á jarkringlunni aðra en Danmörk. Þannig að ég veit ekki hvað skal gera. Kannski halda bara áfram hérna og ljúka þessu í fjarnámi. En mig langar voða mikið að klára í útlöndum.
Nú er ég byrjuð að hugsa um kennsluverkefnið. Er að skoða hugsmíðina og ætla að vinna út frá henni. Einnig er ég að velta fyrir mér ýmsum kennsluaðferðum. Mér líst vel á að þetta verði þannig að nemendur læri með því að gera. "learning by doing". Við vinnum mjög mikið þannig hérna í Borgarnesi. Skólinn leggur mikla áherslu á fjölbreytta kennsluhætti.
kveðja
mas
Ég hef verið að velta fyrir mér að ljúka náminu í Danmörku eða Englandi. Líst betur á Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. En það er ekki mjög vinsælt á heimilinu. Haldin var fjölskyldufundur og sonurinn, þrettán ára var mjög ósáttur. Hann vill fara á alla aðra staði á jarkringlunni aðra en Danmörk. Þannig að ég veit ekki hvað skal gera. Kannski halda bara áfram hérna og ljúka þessu í fjarnámi. En mig langar voða mikið að klára í útlöndum.
Nú er ég byrjuð að hugsa um kennsluverkefnið. Er að skoða hugsmíðina og ætla að vinna út frá henni. Einnig er ég að velta fyrir mér ýmsum kennsluaðferðum. Mér líst vel á að þetta verði þannig að nemendur læri með því að gera. "learning by doing". Við vinnum mjög mikið þannig hérna í Borgarnesi. Skólinn leggur mikla áherslu á fjölbreytta kennsluhætti.
kveðja
mas
Ummæli