Enn einn dagur risinn
Manni verður illt í maganum af því að fylgjast með þessu stríði og hvernig sprengjum rignir yfir miðborgina. Hvernig svara Írakar þessu?
Lífið gengur annars sinn vana gang hérna í Nesinu. Börnin farin að hressast og ég eyddi tíma í að taka til og þrífa í gærkvöldi. Það veitti ekki af. Ekki verður tími til þess um helgina. Ég verð á fundi með Flatarfólki í kvöld. Það á að smíða kennsluvef, sem er spennandi verkefni og ég ætla að taka þátt í. Í fyrramálið ætla ég að mæta í Kennó og hitta liðið í tölvuverinu með Birni Fireworks-manni.
Nú finnst mér kominn tími á naflaskoðun. Nú er fyrsti dagur starfskenningar. Ekkert er gert án þess að velta tilganginum fyrir sér, fyrir hvern og af hverju.
Klukkan er orðin hálfátta og nú er að vekja prinsinn.
kveðja
mas
Manni verður illt í maganum af því að fylgjast með þessu stríði og hvernig sprengjum rignir yfir miðborgina. Hvernig svara Írakar þessu?
Lífið gengur annars sinn vana gang hérna í Nesinu. Börnin farin að hressast og ég eyddi tíma í að taka til og þrífa í gærkvöldi. Það veitti ekki af. Ekki verður tími til þess um helgina. Ég verð á fundi með Flatarfólki í kvöld. Það á að smíða kennsluvef, sem er spennandi verkefni og ég ætla að taka þátt í. Í fyrramálið ætla ég að mæta í Kennó og hitta liðið í tölvuverinu með Birni Fireworks-manni.
Nú finnst mér kominn tími á naflaskoðun. Nú er fyrsti dagur starfskenningar. Ekkert er gert án þess að velta tilganginum fyrir sér, fyrir hvern og af hverju.
Klukkan er orðin hálfátta og nú er að vekja prinsinn.
kveðja
mas
Ummæli