Góðan dag
Jæja, það er skollið á stríð. Einhverjar bombur féllu í nótt. Þetta er nú ekki spennandi. Ég er ósáttust af öllu við það að Íslendingar samþykki þetta brjálæði í Bush. Ekki var ég spurð og ég er alls ekki sammála þessum einræðisherra þarna vesturfrá.
En lífið heldur áfram hérna hjá okkur og við förum í vinnunna og kennum börnunum eins og ekkert sé að gerast úti í heimi.
Ég er að fara að halda fermingarveislu og er búin að setja boðskortin í umslög, þau fara í póst í dag. Drengurinn er allur hressari af flensunni, en verður þó heima í dag. Dóttirin er líka lögst, hún er með svo mikinn höfuðverk að það borgar sig ekki að senda hana í skólann þó að hún sé hitalaus. Hún er verulega spæld því að það er áætluð ferð með TTT á morgun sem hún missir af ef hún hressist ekki verulega hratt.
Námið gengur ágætlega hjá mér, ég er að fara að skoða nemanda í dag eða á morgun. Ég ætla að skoða tvo í árganginum sem ég kenni, jafnvel fjóra ef ég má. Mér finnst mjög spennandi að sjá hvernig nemendur koma út úr svona könnun sem ég er að kenna daglega. Við erum einmitt að vinna verkefni sem þeir þurfa að nota Netið til þess að sækja upplýsingar. Ég ætla að senda Sólveigu bréf í dag og spyrja hana. Nú er ég búin að ákveða að gera vefleiðangra um landnámið og Suðurland og stóra verkefnið á að vera tengdur stærðfræðikennslu (hvernig sem ég fer að því). Ég er að fara á vinnufund með Fleti um helgina og fæ þá kannsi hugmyndir sem nýtast mér í verkefnavinnunni.
Jæja, þá er komið á morgunmat, garnirnar eru farnar að gaula.
kveðja
mas
Jæja, það er skollið á stríð. Einhverjar bombur féllu í nótt. Þetta er nú ekki spennandi. Ég er ósáttust af öllu við það að Íslendingar samþykki þetta brjálæði í Bush. Ekki var ég spurð og ég er alls ekki sammála þessum einræðisherra þarna vesturfrá.
En lífið heldur áfram hérna hjá okkur og við förum í vinnunna og kennum börnunum eins og ekkert sé að gerast úti í heimi.
Ég er að fara að halda fermingarveislu og er búin að setja boðskortin í umslög, þau fara í póst í dag. Drengurinn er allur hressari af flensunni, en verður þó heima í dag. Dóttirin er líka lögst, hún er með svo mikinn höfuðverk að það borgar sig ekki að senda hana í skólann þó að hún sé hitalaus. Hún er verulega spæld því að það er áætluð ferð með TTT á morgun sem hún missir af ef hún hressist ekki verulega hratt.
Námið gengur ágætlega hjá mér, ég er að fara að skoða nemanda í dag eða á morgun. Ég ætla að skoða tvo í árganginum sem ég kenni, jafnvel fjóra ef ég má. Mér finnst mjög spennandi að sjá hvernig nemendur koma út úr svona könnun sem ég er að kenna daglega. Við erum einmitt að vinna verkefni sem þeir þurfa að nota Netið til þess að sækja upplýsingar. Ég ætla að senda Sólveigu bréf í dag og spyrja hana. Nú er ég búin að ákveða að gera vefleiðangra um landnámið og Suðurland og stóra verkefnið á að vera tengdur stærðfræðikennslu (hvernig sem ég fer að því). Ég er að fara á vinnufund með Fleti um helgina og fæ þá kannsi hugmyndir sem nýtast mér í verkefnavinnunni.
Jæja, þá er komið á morgunmat, garnirnar eru farnar að gaula.
kveðja
mas
Ummæli