Jæja, nú er kominn mánudagur og lífíð er komið í nokkur fastar skorður aftur. Síðasta vika var hreinn kleppur, en það er svo spennandi stundum. Tölvan hans Lóa komst í lag og við gátum klárað fyrirlesturinn á fimmtudaginn. Það var setið frá hálf fimm og fram á nótt. það er mjög lærdómsríkt að vinna með Lóa að svona verkefnið. Hann tengir allt sem hann er að gera við fræðin, verður alltaf að finna fæturnar, annars virkar þetta ekki (hann segir það). Ég er sammála honum. Þess vegna vorum við svona svakalega lengi að undirbúa okkur. Það þurfti að finna rök fyrir því sem við vorum að kynna. Nema hvað er endurmenntunarfyrirtæki sem hann og hans fjölskylfa rekur. Ég er bara í vinnu hjá honum. Hann hefur haldið námskeið víða. Síðasta stóra námskeið sem hann hélt var á Akranesi og gekk það út á það hvernig er hægt að nota Front page í kennslu eða skólastarfi. Kennara urðu að tengja takkanámskeiðið við verkefni sem unnin eru í skólanum. Ekkert ósvipað og við erum að gera í Kenna. Í framhaldi af því að halda námskeið fyrir 90 kennara á Skaganum spratt hugmynd að fjórum öðrum námskeiðum, til að koma til móts við þarfir sem flestra kennara og starfsmanna skólanna.
Við lögðum sem sagt að stað snemma á föstudagsmorguninn þegar búið var að brenna fyrirlestrana á disk (allt á síðustu stundu). Við vorum komin til Akureyrar á réttum tíma. Náði einum fyrirlestri þann daginn, hjá Lilju Jónsdóttur í Grandaskóla. Tók þátt í líflegum umræðum að fyrirlestrinum loknum. Við gistum hjá Hildu Torfadóttur og Hauki Ágústssyni í fjósi, sem búið er að breyta í höll. Ótrúlega flott. Borðuðum með þremum effum (FFF) Félag forritara í fræðsluumhverfinum. Voða gama, hitti fullt af fólki sem er í sama bransa og ég og er að kenna á ýmsum skólastigum.
Á laugardagsmorguninn héldum við okkar fyrirlestur, gekk vel: Lói talaði 90% af tímanum en hvað lætur maður ekki yfir sig ganga. Við náðum að fjalla um 25% af glærunum okkar, vegna þess að Lói þurfti svo mikið að tala um fæturnar undir námskeiðunum.
Hann hélt annan fyrirlestur eftir hádegi. Þar var mæting mun betri, Auður kom með innlegg þar og var frábær. Við lögðum síðan af staf heim að ráðstefnunni lokinni. Komin heim um níuleytið. Ansi þreytt og ósofin.
Ég fór síðan í morgun að hlusta á son minn flytja fyrirlestur í enskutíma og var hann mjög flottur
mynd af honum kemur hérna.
kveðja
mas
Við lögðum sem sagt að stað snemma á föstudagsmorguninn þegar búið var að brenna fyrirlestrana á disk (allt á síðustu stundu). Við vorum komin til Akureyrar á réttum tíma. Náði einum fyrirlestri þann daginn, hjá Lilju Jónsdóttur í Grandaskóla. Tók þátt í líflegum umræðum að fyrirlestrinum loknum. Við gistum hjá Hildu Torfadóttur og Hauki Ágústssyni í fjósi, sem búið er að breyta í höll. Ótrúlega flott. Borðuðum með þremum effum (FFF) Félag forritara í fræðsluumhverfinum. Voða gama, hitti fullt af fólki sem er í sama bransa og ég og er að kenna á ýmsum skólastigum.
Á laugardagsmorguninn héldum við okkar fyrirlestur, gekk vel: Lói talaði 90% af tímanum en hvað lætur maður ekki yfir sig ganga. Við náðum að fjalla um 25% af glærunum okkar, vegna þess að Lói þurfti svo mikið að tala um fæturnar undir námskeiðunum.
Hann hélt annan fyrirlestur eftir hádegi. Þar var mæting mun betri, Auður kom með innlegg þar og var frábær. Við lögðum síðan af staf heim að ráðstefnunni lokinni. Komin heim um níuleytið. Ansi þreytt og ósofin.
Ég fór síðan í morgun að hlusta á son minn flytja fyrirlestur í enskutíma og var hann mjög flottur
mynd af honum kemur hérna.
kveðja
mas
Ummæli