Fara í aðalinnihald
Okkar fyrirlestur
UT- endurmenntun á forsendum hugsmíðahyggju
Nema hvað hefur boðið kennurum upp á endurmenntunarnámskeið undanfarin misseri. Síðast liðið haust var haldið námskeið fyrir stóran hóp á Akranesi. Var ég ein af þeim sem kenndi á því námskeiði. Námskeiðið var með yfirheitið Vefnaður og Internetið, vefsmíði og Netið í námi (og kennslu) og var smíðaður vefur með markmiðum námskeiðsins. Þetta námskeið byrjaði þannig að við fórum niður á Akranes og fjölluðum um tilgang þess að vinna með nemendur í tölvum. Tölvukennsla er ekki markmiðið í sjálfu sér heldur hvernig getur tölvan bætt nám almennt. Hvaða viðfangsefni eiga erindi í tölvu og hvaða viðfangsefni eiga erindi út á vef. Kennarar fóru síðan að föndra heimasíðu. Tölvurnar komu ekki til sögunnar fyrsta daginn. Síðan var fólkinu skipt niður á skólana tvo og farið í gegnum heimasíðugerð í Front page. Ýmislegt kom upp á t.d. komast kennarar ekki inn á svæðin sín í tölvustofunni og þeir komast ekki inn á svæði nemenda í vinnuherbegi kennara. Það er algjör múr á milli. Frekar stór galli að okkar mati. Þriðja skiptið var byrjað að smíða vefinn í Front page sem föndraður hafið verið fyrsta daginn. Eftir reynslu okkar við að vinna með þessum 90 einstaklingum spratt upp sú hugmynd að bjóða upp á fleiri námskeið.
Eitt í þeim dúr sem haldið var á Akranesi,
Bekkjarvefurinn, til náms og samskipta. Góður bekkjarvefur gæti endurspeglað starfið í bekknum. Hann væri samskiptaverkefni nemenda og kennara og sýnir m.a. það sem nemendur eru að gera og hafa verið að fást við. Hann er í sífelldri endurskoðun eftir viðfangsefnum og aldri og þroska nemenda. Hann speglar viðhorf þeirra til margra hluta, það sem þá langar til að gera og þannig lifandi vitnisburður um hvort tveggja í senn einstaklingana og bekkjarheildina.
Snemma beygist krókurinn er ætlað kennurum sem kenna yngsta stiginu. Þar er meira verið að vinna með Power Point forritið til móðurmálskennslu.
Upplýsingalæsi Námskeið til að auka færni kennara í að samþætta markmið upplýsinga- og tæknimennt inn í dagleg viðfangsefni nemenda.
Upplýsingatæni Fyrir kennara sem vilja nýta möguleika upplýsingatækni í einstökum verkefnum innan námsgreina.

Námskeiðunum er ætlað að vera heildstætt tilboð til kennarahóps eða skóla um endurmenntun. Þau taka mið af sem flestum þörfum og aðstæðum þátttakenda.
Námskeiðin er hönnuð með sjónarmið námskenninga sem hafa hugsmíði að leiðarljósi. Það þýðir m.a. að hver og einn kennari nemur á eigin forsendum og ber ábyrgð á eigin námi.

Tölvur og hugbúnaður eru líkt og önnur kennslugögn hjálpartæki mannshugans "tæki til að hugsa með" en ekki markmið í sjálfu sér. Hér er að ferðinni grundvallarhugsun út frá vitsmunaþroskakenningum og hefur heilmikið með það að gera hvernig við hugsum um tölvunám sem kennarar.

Við komum ekki nærri öllum fyrirlestrinum til skila, eflaust höfum við ekki verið búin að tímasetja hann nógu vel.

nóg í vili
set inn mydir á morgun
mas

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Ég held að Danir séu fremur mikil jólabörn, heimili þeirra eru alla vega ansi jólaleg. Þeir vilja þó ekki vera mjög áberandi, jólaseríurnar eru flestar hvítar, þó sést í eina og eina í öðrum lit. Algengt er að sjá jólatré á svölunum hjá fólki, flest eru þau með seríum og sum meira að segja skreytt jólakúlum og öllum pakkanum. Margir eru líka búnir að setja upp jólatréð inni og vorum við einmitt að fylgjast með því þegar nágranni okkar var að skreyta það hjá sér í gær. Strax þriðja í jólum er eins og það hafi ekki verið jól, allt búið, jólatrén komin út, slökkt á öllum seríum og útsölur hafnar í öllum búðum. Við höldum í okkar íslensku hefð, séría í öllum regnbogans litum á svölunum og jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og ekki tekið niður aftur fyrr en á þrettándanum. Danir skilja ekkert í þessum þrettán jólasveinum sem við eigum.

Laugavegurinn 2013

Hópurinn safnaðist saman kl. 3:50 við Ásvelli. Vorum komin við Skautahöllina tímanlega, en samt voru flestar rútur orðnar fullar, þannig við fengum aftasta bekkinn í einni rútunni, auk tveggja stakra sæta. Keyrt var að Hrauneyjum, en þar stoppaði rútan í 25 mín. Tími fór í að bíða eftir klósettum og síðan var löng röð í morgunmatinn. Við rétt náðum í brauð og kaffi til að taka með okkur í rútuna. Kaffið var gott, en ákveðið var að taka með nesti næst. Við vorum kom í Landmannalaugar um 8:20.. þá átti eftir að skrá sig og pissa og setja vatn á brúsa.. Bæta þurfti á fötum og fleira. Þetta rétt hafðist fyrir ræsingu. Allur hópurinn lagði af stað saman. Jóney og Júlíana fóru þó strax í upphafi á undan. Við fjórar héldum hópinn í Hrafntinnusker. Björgvin var aðeins á eftir okkur. Mér fannst erfitt að fara yfir snjóbreiðurnar en þær voru á tveggja km kafla fyrir Hrafntinnusker. Þar sem ég vissi hve kaflinn var langur þá átti ég auðveldara með að komast yfir. Eftir Hrafntinnusker missti ég ...

Að hefja samtöl og opna dyr: Hvernig skólastjórar koma á jákvæðri menningu til að viðhalda umbótastarfi skóla

 Þetta byggist allt á trausti...  Hægt er að líka trausti við loft; enginn veltir skorti á því mikið fyrir sér fyrr en þess er þörf og það er ekki til staðar (Hoy og Miskel, 2013). Traust innan skóla er mikilvægt vegna þess að það auðveldar samvinnu, eykur hreinskilni, stuðlar að samheldni, styður fagmennsku, byggir upp skipulagsgetu og allt þetta stuðlar að bættum námsárangri hjá nemendum. Faglegt samstarfi byggir á gagnkvæmu trausti. Hoy og Miskel tala um að í traustu samstarfi séu einstaklingar háðir hver öðrum; það er, hagsmuni eins er ekki hægt að tryggja án þess að til staðar sé traust á öðrum. Traust þarf að ríkja meðal kennara, annars starfsfólks, stjórnenda, nemenda og foreldra. Þegar starfsfólk ber mikið traust til skólastjóra, telur það að hann sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur og opinn í samskiptum. Þannig er traust vilji starfsfólks til að berskjalda sig fyrir öðrum, byggt á þeirri trú að sá aðili sé vel viljaður, áreiðanlegur, hæfur, heiðarlegur ...