Okkar fyrirlestur
UT- endurmenntun á forsendum hugsmíðahyggju
Nema hvað hefur boðið kennurum upp á endurmenntunarnámskeið undanfarin misseri. Síðast liðið haust var haldið námskeið fyrir stóran hóp á Akranesi. Var ég ein af þeim sem kenndi á því námskeiði. Námskeiðið var með yfirheitið Vefnaður og Internetið, vefsmíði og Netið í námi (og kennslu) og var smíðaður vefur með markmiðum námskeiðsins. Þetta námskeið byrjaði þannig að við fórum niður á Akranes og fjölluðum um tilgang þess að vinna með nemendur í tölvum. Tölvukennsla er ekki markmiðið í sjálfu sér heldur hvernig getur tölvan bætt nám almennt. Hvaða viðfangsefni eiga erindi í tölvu og hvaða viðfangsefni eiga erindi út á vef. Kennarar fóru síðan að föndra heimasíðu. Tölvurnar komu ekki til sögunnar fyrsta daginn. Síðan var fólkinu skipt niður á skólana tvo og farið í gegnum heimasíðugerð í Front page. Ýmislegt kom upp á t.d. komast kennarar ekki inn á svæðin sín í tölvustofunni og þeir komast ekki inn á svæði nemenda í vinnuherbegi kennara. Það er algjör múr á milli. Frekar stór galli að okkar mati. Þriðja skiptið var byrjað að smíða vefinn í Front page sem föndraður hafið verið fyrsta daginn. Eftir reynslu okkar við að vinna með þessum 90 einstaklingum spratt upp sú hugmynd að bjóða upp á fleiri námskeið.
Eitt í þeim dúr sem haldið var á Akranesi,
Bekkjarvefurinn, til náms og samskipta. Góður bekkjarvefur gæti endurspeglað starfið í bekknum. Hann væri samskiptaverkefni nemenda og kennara og sýnir m.a. það sem nemendur eru að gera og hafa verið að fást við. Hann er í sífelldri endurskoðun eftir viðfangsefnum og aldri og þroska nemenda. Hann speglar viðhorf þeirra til margra hluta, það sem þá langar til að gera og þannig lifandi vitnisburður um hvort tveggja í senn einstaklingana og bekkjarheildina.
Snemma beygist krókurinn er ætlað kennurum sem kenna yngsta stiginu. Þar er meira verið að vinna með Power Point forritið til móðurmálskennslu.
Upplýsingalæsi Námskeið til að auka færni kennara í að samþætta markmið upplýsinga- og tæknimennt inn í dagleg viðfangsefni nemenda.
Upplýsingatæni Fyrir kennara sem vilja nýta möguleika upplýsingatækni í einstökum verkefnum innan námsgreina.
Námskeiðunum er ætlað að vera heildstætt tilboð til kennarahóps eða skóla um endurmenntun. Þau taka mið af sem flestum þörfum og aðstæðum þátttakenda.
Námskeiðin er hönnuð með sjónarmið námskenninga sem hafa hugsmíði að leiðarljósi. Það þýðir m.a. að hver og einn kennari nemur á eigin forsendum og ber ábyrgð á eigin námi.
Tölvur og hugbúnaður eru líkt og önnur kennslugögn hjálpartæki mannshugans "tæki til að hugsa með" en ekki markmið í sjálfu sér. Hér er að ferðinni grundvallarhugsun út frá vitsmunaþroskakenningum og hefur heilmikið með það að gera hvernig við hugsum um tölvunám sem kennarar.
Við komum ekki nærri öllum fyrirlestrinum til skila, eflaust höfum við ekki verið búin að tímasetja hann nógu vel.
nóg í vili
set inn mydir á morgun
mas
UT- endurmenntun á forsendum hugsmíðahyggju
Nema hvað hefur boðið kennurum upp á endurmenntunarnámskeið undanfarin misseri. Síðast liðið haust var haldið námskeið fyrir stóran hóp á Akranesi. Var ég ein af þeim sem kenndi á því námskeiði. Námskeiðið var með yfirheitið Vefnaður og Internetið, vefsmíði og Netið í námi (og kennslu) og var smíðaður vefur með markmiðum námskeiðsins. Þetta námskeið byrjaði þannig að við fórum niður á Akranes og fjölluðum um tilgang þess að vinna með nemendur í tölvum. Tölvukennsla er ekki markmiðið í sjálfu sér heldur hvernig getur tölvan bætt nám almennt. Hvaða viðfangsefni eiga erindi í tölvu og hvaða viðfangsefni eiga erindi út á vef. Kennarar fóru síðan að föndra heimasíðu. Tölvurnar komu ekki til sögunnar fyrsta daginn. Síðan var fólkinu skipt niður á skólana tvo og farið í gegnum heimasíðugerð í Front page. Ýmislegt kom upp á t.d. komast kennarar ekki inn á svæðin sín í tölvustofunni og þeir komast ekki inn á svæði nemenda í vinnuherbegi kennara. Það er algjör múr á milli. Frekar stór galli að okkar mati. Þriðja skiptið var byrjað að smíða vefinn í Front page sem föndraður hafið verið fyrsta daginn. Eftir reynslu okkar við að vinna með þessum 90 einstaklingum spratt upp sú hugmynd að bjóða upp á fleiri námskeið.
Eitt í þeim dúr sem haldið var á Akranesi,
Bekkjarvefurinn, til náms og samskipta. Góður bekkjarvefur gæti endurspeglað starfið í bekknum. Hann væri samskiptaverkefni nemenda og kennara og sýnir m.a. það sem nemendur eru að gera og hafa verið að fást við. Hann er í sífelldri endurskoðun eftir viðfangsefnum og aldri og þroska nemenda. Hann speglar viðhorf þeirra til margra hluta, það sem þá langar til að gera og þannig lifandi vitnisburður um hvort tveggja í senn einstaklingana og bekkjarheildina.
Snemma beygist krókurinn er ætlað kennurum sem kenna yngsta stiginu. Þar er meira verið að vinna með Power Point forritið til móðurmálskennslu.
Upplýsingalæsi Námskeið til að auka færni kennara í að samþætta markmið upplýsinga- og tæknimennt inn í dagleg viðfangsefni nemenda.
Upplýsingatæni Fyrir kennara sem vilja nýta möguleika upplýsingatækni í einstökum verkefnum innan námsgreina.
Námskeiðunum er ætlað að vera heildstætt tilboð til kennarahóps eða skóla um endurmenntun. Þau taka mið af sem flestum þörfum og aðstæðum þátttakenda.
Námskeiðin er hönnuð með sjónarmið námskenninga sem hafa hugsmíði að leiðarljósi. Það þýðir m.a. að hver og einn kennari nemur á eigin forsendum og ber ábyrgð á eigin námi.
Tölvur og hugbúnaður eru líkt og önnur kennslugögn hjálpartæki mannshugans "tæki til að hugsa með" en ekki markmið í sjálfu sér. Hér er að ferðinni grundvallarhugsun út frá vitsmunaþroskakenningum og hefur heilmikið með það að gera hvernig við hugsum um tölvunám sem kennarar.
Við komum ekki nærri öllum fyrirlestrinum til skila, eflaust höfum við ekki verið búin að tímasetja hann nógu vel.
nóg í vili
set inn mydir á morgun
mas
Ummæli