Nú er páskafríið liðið og kennsla hófst i dag. Þetta var langur dagur hjá mér. Ég var að kenna til tvö og síðan voru foreldrakynningar á Austurlandsverkefninu kl. 17:00. Ég var því ekki komin heim fyrr en undir sjö. Ég man það núna að ég gleymdi að fylla út umsóknir um sérkennslu næsta vetur. Ég verð að gera það á morgun.
Ég setti verkefni nemendanna út ávefinn í dag. Þetta eru frábær verkefni og þeimhefur farið mikið fram í tölvuvinnunni. Nemendur koma líka ósmeykir fram og kynna verkefnin hátt og skýrt án mikils undirbúnings. Þetta er mikilvægur þáttur í skólastarfinu og þannig falla múrarnir milli heimila og skóla. Og með því að setja verkefni nemenda út á vef gerir það að verkum að skólinn verður sýnilegri samfélaginu. Foreldrar og aðrir sem áhuga hafa geta fylgst með því sem nemendur eru að gera.
Ég setti verkefni nemendanna út ávefinn í dag. Þetta eru frábær verkefni og þeimhefur farið mikið fram í tölvuvinnunni. Nemendur koma líka ósmeykir fram og kynna verkefnin hátt og skýrt án mikils undirbúnings. Þetta er mikilvægur þáttur í skólastarfinu og þannig falla múrarnir milli heimila og skóla. Og með því að setja verkefni nemenda út á vef gerir það að verkum að skólinn verður sýnilegri samfélaginu. Foreldrar og aðrir sem áhuga hafa geta fylgst með því sem nemendur eru að gera.
Ummæli