Við Kristín Björg bárum út í grenjandi rigningu og roki í morgun. Við höfum aldrei borið út í jafnleiðinlegu veðri. Ekk lagaði það að höfuðverkurinn og kvefið frá syninum flutti sig yfir til mín. Ég er með sáran höfuðverk og full af kvefi. En hvað ætli maður láti það stoppa sig. Maður mætir galvaskur til vinnu og þykist vera eldhress. Ég er reyndar kominn heim, klukkan rúmlega fjögur, það er ekki líkt mér. Ég ætla meira að segja að sleppa spinningtíma annan daginn í röð. Ég ætla að nýta daginn til að undirbúa mig aðeins betur fyrir fimmtudaginn. Við ætlum nefnilega að renna í bæinn á eftir og sækja húsbóndann. Hann lendir í Keflavík um níuleytið og ætlar að taka rútuna í Fjörðinn. Við ætlum að fara um kvöldmatarleytið og heimsækja mömmu og pabba í leiðinni ( þau búa í Hafnarfirði).
Ég mundi eftir að panta tíma í klippingu fyrir mig og börnin fyrir fermingu.
Ég mundi eftir að panta tíma í klippingu fyrir mig og börnin fyrir fermingu.
Ummæli