Ég hef setið allan daga og öll kvöld undanfarna daga við tölvuna og unnið kennsluvefi og námskeiðsvefi, nú er eftir að setja upp skilasíðuna og tengja.. En ég á í erfiðleikum með tengingarnar mínar. Ég hef sett alla vefina samviskusamlega inn á svæðið mitt hjá Nepal mönnum hérna í Borgarnesi (þeir hýsa skólavefinn líka) en ég get ekki komist inn á vefina þegar ég fer út á Netið. Ég skil þetta ekki. Málið er að þeir hafa verið að færa vefinn á sörverinn í skólanum þannig að það er hægt að vinna beint á síðunum þar. En skólinn er ekki með Dreamweaver og ég get ekki farið með mína vél upp í skóla vegna tengingarvandamála. En ég á að geta unnið heima og sett úr á svæðið mitt í gegnum ftp, enda gengur það ég get bara ekki skoðað og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég er búinn að senda sos mail til þeirra Nepal manna og þetta verður að reddast á morgun. Ég ætla að sýna kennsluvefinn um bekkjarvefinn í Stykkishólmi á þriðjudaginn. Nú ætla ég að klára og senda Salvöru slóðina, vonandi á morgun.
Ég held að Danir séu fremur mikil jólabörn, heimili þeirra eru alla vega ansi jólaleg. Þeir vilja þó ekki vera mjög áberandi, jólaseríurnar eru flestar hvítar, þó sést í eina og eina í öðrum lit. Algengt er að sjá jólatré á svölunum hjá fólki, flest eru þau með seríum og sum meira að segja skreytt jólakúlum og öllum pakkanum. Margir eru líka búnir að setja upp jólatréð inni og vorum við einmitt að fylgjast með því þegar nágranni okkar var að skreyta það hjá sér í gær. Strax þriðja í jólum er eins og það hafi ekki verið jól, allt búið, jólatrén komin út, slökkt á öllum seríum og útsölur hafnar í öllum búðum.
Við höldum í okkar íslensku hefð, séría í öllum regnbogans litum á svölunum og jólatréð ekki upp fyrr en á Þorláksmessu og ekki tekið niður aftur fyrr en á þrettándanum.
Danir skilja ekkert í þessum þrettán jólasveinum sem við eigum.
Ummæli