Hef setið við tölvuna í dag. Sonur minn lýsir dæmigerðum sólarhringurinn hjá mér þannig: Bera út Moggann, sturta, vinna, íþróttahúsið, tölvan og sofa. Hann sjái aldrei framan í mig þegar ég sé heima því að ég sitji alltaf við tölvuna (þettar er ekki alveg satt). Hann vill frekar að ég sitji með honum fyrir framan sjónvarpið, en mér finnst það ekkert sérlega skemmtilegt. Í dag byrjaði ég á lokaverkefninu í NKN. Ég ætlaði líka að laga landnámsvefinn en gerði lítið af því. Lagaði þó krækjur sem virkuðu ekki. Útlit vefsins er heldur ekki upp á marga fiska og verð ég að leggjast yfir það. Á hinum vefnum var ég að byrja að lýsa aðdragandanum að því að við gerðum bekkjarvef árgangur 1992 í GB. Þetta er nokkuð langur aðdragandi og hefur þetta í raun þróast svolítið eftir því sem við höfum fengið meiri reynslu af tölvuvinnu með nemendum okkar.
Á morgun byrja ég í námskrárfræðum. Ég var ekkert mjög spennt, en hef heyrt að þetta sé spennandi kúrs og ætla ég því að mæta með jákvæðu hugarfari.
Ég var ekki dugleg að mæta á 1. maí hátíðarhöldin hérna í Borgarnesi. Á hótelinu er alltaf dagskrá þennan dag. Ég fór frekar í spinning með stelpunum í morgun kl. 10 og í pottinn á eftir.
Á morgun byrja ég í námskrárfræðum. Ég var ekkert mjög spennt, en hef heyrt að þetta sé spennandi kúrs og ætla ég því að mæta með jákvæðu hugarfari.
Ég var ekki dugleg að mæta á 1. maí hátíðarhöldin hérna í Borgarnesi. Á hótelinu er alltaf dagskrá þennan dag. Ég fór frekar í spinning með stelpunum í morgun kl. 10 og í pottinn á eftir.
Ummæli