Helgin liðin og kominn mánudagur. Hver var ekki nokkuð sáttur við júróvísjónið? Ég spáði Íslandi 9. sæti á laugardagskvöldið og var sú eina í hópnum sem hafði rétt fyrir mér. Hins vegar spáði ég Spáni sigri en klikkaði með naumindum ææææ. Ég var heldur ekki búin að hlusta á lögin. En Rauðimelur var yndislegur, við gengum upp á Rauðamelskúluna og upp með Haffjarðará. Farið var í heita laug sem eru þarna í túnjaðrinum. Og ekki má gleyma matnum sem bróðir minn matreiddi af sinni alkunnu snilld.
.
En í dag var fyrsti prófadagurinn í GB. Fimmti bekkur var í stærðfræðiprófi, Kristín Björg var í íslenslu (þurfti að skrifa og skrifa með gifsið og var alveg að drepast á eftir) og Sverrir Falur var líka í íslensku. Kristín Björg er fallin að hennar mati en syninum gekk þeim mun betur eftir því sem hann segir. Dagurinn fór í að fara yfir stærðfræðiprófið, undirbúa næsta próf, fara á stigsfund og skrifa heimasíðurnar mínar á diska . Svo var bara dagurinn búinn. Ég fór í spinning og aðeins í heita pottinn á eftir enda veðrið dásamlegt.
.
En í dag var fyrsti prófadagurinn í GB. Fimmti bekkur var í stærðfræðiprófi, Kristín Björg var í íslenslu (þurfti að skrifa og skrifa með gifsið og var alveg að drepast á eftir) og Sverrir Falur var líka í íslensku. Kristín Björg er fallin að hennar mati en syninum gekk þeim mun betur eftir því sem hann segir. Dagurinn fór í að fara yfir stærðfræðiprófið, undirbúa næsta próf, fara á stigsfund og skrifa heimasíðurnar mínar á diska . Svo var bara dagurinn búinn. Ég fór í spinning og aðeins í heita pottinn á eftir enda veðrið dásamlegt.
Ummæli