Rosalega var ég þreytt í gær. Ég sat við til kl. 17 á föstudegi í vinnunni og var að ljúka við landnámsverkefnið. Var náttúrlega síðust út (hver hangir inni í fleiri stiga hita og glamandi sól?????). Nemendur í 5. bekk kynntu verkefnin sín hvert fyrir öðrum í gær og í fyrradag. Ég var að setja þau saman á einn vef og myndir af kynningunum. Hérna er síða með myndum af hópunum og tenglar á verkefnin þeirra og kynningar. Ég á eftir að tengja verkefn þriggja hópa við síðuna. Geri það eftir helgi.
Þegar ég kom heim gerði ég lítið annað en að borða og leggjast í sófann. Björn var svo almennilegur að elda og ganga frá eftir matinn. Ég sofnaði yfir Disney myndinni og svaf nær sleitulaust til níu í morgun. Ég fór þó með fjölskyldunni út að bera út Moggann. Ég mætti síðan galvösk á sundæfingu kl. 9:30. Við mættum þrjár valkyrjurnar; ég, Ingibjörg Elín og Anna Dóra. Berta, Mumma Lóa og fleiri tóku sér frí. Þetta var í fyrsta skipti sem ég mætti í sund síðan ég fór á skriðsundsnámskeið í haust. Við syntum þó rúma 1000 metra skriðsund með og án blaðka. Ég hefði aldrei getað þetta ef ég hefði verið ein. Ég er ákveðin í að mæta svona tvisvar í viku í sundið í sumar, síðan ætla ég líka að skokka og hjóla. Ágætt að hafa prógrammið í lagið :-) haha.... Ég ætla að sitja aðeins við tölvuna og bulla aðeins inn á vefinn minn og fleira fram eftir degi eða þar til ég fer í afmæli til Önnu kl. fjögur. Fjölskyldan ætlar síðan að fara í Júróvíjon partý upp á Rauðamel, en bróðir minn og fjölskyldan hans eru með afnot af sumarhúsi þar og buðu okkur að koma.
Þegar ég kom heim gerði ég lítið annað en að borða og leggjast í sófann. Björn var svo almennilegur að elda og ganga frá eftir matinn. Ég sofnaði yfir Disney myndinni og svaf nær sleitulaust til níu í morgun. Ég fór þó með fjölskyldunni út að bera út Moggann. Ég mætti síðan galvösk á sundæfingu kl. 9:30. Við mættum þrjár valkyrjurnar; ég, Ingibjörg Elín og Anna Dóra. Berta, Mumma Lóa og fleiri tóku sér frí. Þetta var í fyrsta skipti sem ég mætti í sund síðan ég fór á skriðsundsnámskeið í haust. Við syntum þó rúma 1000 metra skriðsund með og án blaðka. Ég hefði aldrei getað þetta ef ég hefði verið ein. Ég er ákveðin í að mæta svona tvisvar í viku í sundið í sumar, síðan ætla ég líka að skokka og hjóla. Ágætt að hafa prógrammið í lagið :-) haha.... Ég ætla að sitja aðeins við tölvuna og bulla aðeins inn á vefinn minn og fleira fram eftir degi eða þar til ég fer í afmæli til Önnu kl. fjögur. Fjölskyldan ætlar síðan að fara í Júróvíjon partý upp á Rauðamel, en bróðir minn og fjölskyldan hans eru með afnot af sumarhúsi þar og buðu okkur að koma.
Ummæli