Svei mér þá ég er loksins farin að sjá fyrir endann á verkefnahaugnum á NKN en ég get bara ekki skoðað úti á vefnum, enn einhver vandamál hjá Nepalmönnum. Vonandi verður þetta allt komið í lag á morgun. Það sem ég á eftir að laga útlitið á þessari síðu og fá mér nýjan teljara, ég er svo treg að ég get ekki látið teljarann inn á síðuna sem ég fékk mér fyrir löngu. Ég þarf líka að setja mynd af mér og svoleiðis en þetta kemur allt. Nú get ég farið að huga að áhugamálunum og síðan að næsta námskeiði sem eru námskrárfræðin.
Ég má til með að segja frá frábærri ferð sem við fórum á fimmtudaginn. Fimmti bekkur fór í ferðalag á Snæfellsnes og í Dalasýsluna. Við vorum ekki svikin. Byrjuðum á því að fara í Stykkishólm. Fórum í heimsókn í kaþólsku kapelluna. Hún er í sjúkrahúsinu og fræddi framkvæmdastjóri sjúkrahússins um muninn á kaþólkri kapellu og Lútherskri. Nunnurnar tóku líka á móti okkur og gátum við spurt þær út í regluna sem þær eru í. Síðan fórum við út í góða veðrið, fengum okkur nesti í fallegum garði (man ekki hvað hann heitir). Eftir það var farið í sund. Strákarnir í bekknum höfðu kynnst á Akranesi nokkrum stelpum frá Stykkishólmi og svo vel vildi til að þeir hittu þær og var fagnaðastund. Svei mér þá ég veit ekki hvernig þetta endar, þau eru ekki nema tíu ára. Við vorum drjúga stund í sundi enda veðrið hið fallegasta. Við gengum upp á Súgindisey og mynuðum liðið. Eftir það var farið að borða á Fimm fiskum. Það dróst aðeins að fá að borða, þannig að við lögðum aðeins of seint af stað í Dalina. En þangað komum við ekki fyrr en rúmlega þrjú. Þar var meiriháttar dagskrá. Skálinn alveg frábær, við skiptum hópnum í stráka og stelpur. Við, Sísí fórum með strákunum en Magga og María fórum með stelpunum. Við byrjuðum á því að setjast í skálann , þar var kveiktur langeldur og Þorgrímur sagði okkur sögu Eiríks. Síðan fengu strákarnir að baka flatbrauð yfir eldi og smakka fjallagrasamjólk. Ratleikur átti síðan að vera á dagskrá, en þar sem blöðin sem vinna átti á voru búin var smá spuringakeppni og síðan fengu strákarnir að skilmast. Við lögðum allt of seint af stað heim, eða þegar kl. var að verða fimm. Við vorum komin í Borgarnes rétt fyrir kl. sex. Og þar sem nokkrir nemendur átti að syngja og spila á tónleikum í kirkjunni kl. sex fóru þau beint í kirkjuna í ferðafötunum.
Hér eru myndir af Eíríkssstöðum og af krökkunum í Súgindsey
Fleiri myndir eru hérna úr ferðinni
Ég má til með að segja frá frábærri ferð sem við fórum á fimmtudaginn. Fimmti bekkur fór í ferðalag á Snæfellsnes og í Dalasýsluna. Við vorum ekki svikin. Byrjuðum á því að fara í Stykkishólm. Fórum í heimsókn í kaþólsku kapelluna. Hún er í sjúkrahúsinu og fræddi framkvæmdastjóri sjúkrahússins um muninn á kaþólkri kapellu og Lútherskri. Nunnurnar tóku líka á móti okkur og gátum við spurt þær út í regluna sem þær eru í. Síðan fórum við út í góða veðrið, fengum okkur nesti í fallegum garði (man ekki hvað hann heitir). Eftir það var farið í sund. Strákarnir í bekknum höfðu kynnst á Akranesi nokkrum stelpum frá Stykkishólmi og svo vel vildi til að þeir hittu þær og var fagnaðastund. Svei mér þá ég veit ekki hvernig þetta endar, þau eru ekki nema tíu ára. Við vorum drjúga stund í sundi enda veðrið hið fallegasta. Við gengum upp á Súgindisey og mynuðum liðið. Eftir það var farið að borða á Fimm fiskum. Það dróst aðeins að fá að borða, þannig að við lögðum aðeins of seint af stað í Dalina. En þangað komum við ekki fyrr en rúmlega þrjú. Þar var meiriháttar dagskrá. Skálinn alveg frábær, við skiptum hópnum í stráka og stelpur. Við, Sísí fórum með strákunum en Magga og María fórum með stelpunum. Við byrjuðum á því að setjast í skálann , þar var kveiktur langeldur og Þorgrímur sagði okkur sögu Eiríks. Síðan fengu strákarnir að baka flatbrauð yfir eldi og smakka fjallagrasamjólk. Ratleikur átti síðan að vera á dagskrá, en þar sem blöðin sem vinna átti á voru búin var smá spuringakeppni og síðan fengu strákarnir að skilmast. Við lögðum allt of seint af stað heim, eða þegar kl. var að verða fimm. Við vorum komin í Borgarnes rétt fyrir kl. sex. Og þar sem nokkrir nemendur átti að syngja og spila á tónleikum í kirkjunni kl. sex fóru þau beint í kirkjuna í ferðafötunum.
Hér eru myndir af Eíríkssstöðum og af krökkunum í Súgindsey


Fleiri myndir eru hérna úr ferðinni
Ummæli