Það var nóg að gera um helgina. Á föstudagskvöldið fékk SF að bjóða nokkrum vinum sínum heim. Við grilluðum hamborgara fyrir þá og síðan var ís, snakk og vídeo. Þeir sváfu síðan í einni kös inni hjá SF. Mér var sagt að sumir hafi vakað til kl. fjögur og vaknað kl. níu.
Á laugardaginn var byrjað daginn á spinning og heita pottinum. Ákvað að sleppa kvennahlaupinu í þetta sinn sökum áhugaleysis. Við renndum í bæinn, byrjuðum á að fara í Blómaval á láta skreyta skálina fínu, sem við gáfum Vigdísi og Jakob í brúðargjöf. Síðan var aðeins farið í búðir, það var svo erfitt og til að létta lundina fórum við í gönguferð í grasagarðinum og fengum okkur síðan ís hjá Hebba. Röltum Laugarveginn í rólegheitum. Mamma og pabbi grilluðu áður en farið var af stað í brúðkaupið.
Brúðkaupið var haldið í Iðnó. Þetta var yndisleg athöfn og frábær veisla. Haldnar voru ræður og nokkur skemmtiatriði og síðan var dansað fram eftir nóttu. Veðrið skemmdi ekki fyrir og var hægt að vera úti með öndunum eða inni með... Við fórum að sjálfsögðu með þeim seinustu heim.
Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið slöpp þegar ég vaknaði í kæfandi hita, en heilsan lagaðist þegar leið á daginn. Við fórum í heimsókn til Halldóru og Hafsteins, þau eru flutt í Hvammabrautina, rétt hjá mömmu og pabba. Síðan heilsuðum við upp á Lilju og Hörð og að lokum var farið í matarboð í Hátúnið hjá Kobba og Eygló. Frábær dagur.
Á laugardaginn var byrjað daginn á spinning og heita pottinum. Ákvað að sleppa kvennahlaupinu í þetta sinn sökum áhugaleysis. Við renndum í bæinn, byrjuðum á að fara í Blómaval á láta skreyta skálina fínu, sem við gáfum Vigdísi og Jakob í brúðargjöf. Síðan var aðeins farið í búðir, það var svo erfitt og til að létta lundina fórum við í gönguferð í grasagarðinum og fengum okkur síðan ís hjá Hebba. Röltum Laugarveginn í rólegheitum. Mamma og pabbi grilluðu áður en farið var af stað í brúðkaupið.
Brúðkaupið var haldið í Iðnó. Þetta var yndisleg athöfn og frábær veisla. Haldnar voru ræður og nokkur skemmtiatriði og síðan var dansað fram eftir nóttu. Veðrið skemmdi ekki fyrir og var hægt að vera úti með öndunum eða inni með... Við fórum að sjálfsögðu með þeim seinustu heim.
Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið slöpp þegar ég vaknaði í kæfandi hita, en heilsan lagaðist þegar leið á daginn. Við fórum í heimsókn til Halldóru og Hafsteins, þau eru flutt í Hvammabrautina, rétt hjá mömmu og pabba. Síðan heilsuðum við upp á Lilju og Hörð og að lokum var farið í matarboð í Hátúnið hjá Kobba og Eygló. Frábær dagur.
Ummæli