Við fórum hjólandi með Moggann í morgun. Björn er í bænum hjá tengdaforeldrum sínum þessa stundina. Hann var á skralli í gærkvöldi. Það var nefnilega verið að steggja Jakob Fal, sem ætlar að ganga í hjónaband með Vigdísi sinni á laugardaginn. Ég talaði við Jakob í morgun og hann á eitthvað erfitt með að venjast nöglunum sem voru settar á hann í gær og kvartaði hann helst yfir því hve erfitt var að velja númerin á símanum (getur ekki lifað lengi símalaus). Hann fékk svaka flott fjólublá jakkaföt og bleika blúnduskyrtu sem hann var í allt kvöldið. Vonandi voru teknar myndir.
Í dag er 17. júní og í Borgarnesi eru hátíðarhöldin í Skallagrímsgarði (að venju). Og er þar þetta týpíska, hátíðaávarp, fjallkonan og síðan er skemmtiefnið að mestu úr Borgarfirðinum.
En það sem ég þarf helst af öllu að gera í dag er að lesa námskrárfræði :-).
Í dag er 17. júní og í Borgarnesi eru hátíðarhöldin í Skallagrímsgarði (að venju). Og er þar þetta týpíska, hátíðaávarp, fjallkonan og síðan er skemmtiefnið að mestu úr Borgarfirðinum.
En það sem ég þarf helst af öllu að gera í dag er að lesa námskrárfræði :-).
Ummæli