Ég fór í bæinn með drenginn í fermingarmyndatöku í gær og á meðan ég beið eftir ljósmyndaranum fékk ég símhringingu frá Danmarks Pædagogiske Universitet og mér boðin skólavist í vetur. Þetta var kannski ekki heppilegasti staðurinn til að tala við Köben en ég lét mig hafa það og er ótrúlega ánægð með þetta. Ég hlakka til að takast á við þetta nám, það verður vonandi spennandi, en ég verð að viðurkenna að ég er líka ótrúlega kvíðin.
Við fórum í frábært matarboð í gærkvöldi til Guðrúnar Völu og Gylfa. Vorum þar fram á nótt og gengum síðan heim í blíðunni.
Nú á að fara að setja í gáminn sem bíður tómur fyrir utan hús.
Við fórum í frábært matarboð í gærkvöldi til Guðrúnar Völu og Gylfa. Vorum þar fram á nótt og gengum síðan heim í blíðunni.
Nú á að fara að setja í gáminn sem bíður tómur fyrir utan hús.
Ummæli