Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2003

Hiti

Í dag er búið að vera ansi heitt í Köben. Við fjölskyldan ákváðum þvík að taka lífinu með ró og vera heima við. Ég fór reyndar út að skokka og villtist aðeins af leið og því lengdist hringurinn aðeins. Eins og það sé ekki í lagi, bjórinn er aðeins farinn að setjast utan á læri og maga. Vatnið hefur því verið aðaldrykkurinn á heimilinum í gær og í dag. Við fórum reyndar í hjólatúr og vorum að kafna úr hita og vorum fegin þegar heim var komið aftur. Þá settist ég á svalirnar og las smásögur (á íslensku sem Inga Margrét færði mér). Þessa stundina eru fréttir í sjónvarpinu og mín reynir og reynir að hlusta og skilja. Ein fréttin fjallar um hækkun á fargjöldum í strætó, Metró og lestum, en farið á að hækka um fjórðung á næstu mánuðum (hjólin verða að virka). Á morgun stendur til að hitta Ásdísi, Siggu systur hennar og fjölskyldu, hlakka til :-) Sverrir Falur að grafa Guðrúnu lifandi og í tívolí
Nú eru liðnar tvær vikur síðan við komum hingað út og höfum við gert margt og mikið en eigum þó nóg eftir að skoða og reyna. Við Björn reynum að bjarga okkur á dönskunni en skiljum ekki nema fjórða hvert orð sem sagt er við okkur (þeir tala svo asskoti óskýrt). En vonandi kemur þetta með tímanum, við reynum að vera dugleg að hlusta á fréttirnar í sjónvarpinu og vonum að það hjápli til. Undanfarna viku hafa Inga Margrét, Ingi og börn verið í heimsókn og hefur það verið meiriháttar gaman. Margt hefur verið brallað. En í dag fórum við Björn í ferðalag og heimsóttum skólana okkar. Við vorum ekki búin að fá bréf sent um inntöku í skólana (fyrir LÍN) þannig að við fórum m.a. til þess og líka til að skoða. Þetta var í allt rúmir þrír tímar í strætó, metró og lest. Það er nokkuð langt fyrir mig í skólann og sé ég því til hvort áætlun um að hjóla daglega standist. Úti að borða á "Lille fede"

Rólegur dagur

Það rigndi í dag. Fjölskyldan ákvað að hafa rólegan dag og halda sig í hverfinu. Ég skokkaði í morgun mína 7 km (vonandi tekst mér að bæta við hægt og rólega). Við tókum smá hjólarúnt og fundum mjög flotta matvöruverslun sem heitir Fötex, þar fæst allt. Drífa frænka Björns og þrjú af fimm börnum hennar komu í heimsókn, en þau eru búsett hérna úti. Við fórum síðan aðeins út aftur á hjólunum okkar, keyptum sandala á Kristínu og ætluðum að kaupa á hana bikíni, en fundum þau ekki í Intersport. Eldaði lasagna og er að dunda í nýju fínu Dell tölvunni minni. Flutningarnir leggjast mjög vel í fjölskylduna. Það er helst ég sem kvíði því að hefja nám á dönsku. Börnin hennar Drífu: Álfrún, Nökkvi Steinn og Jökull Örn

1. hjólatúrinn

Í dag skokkaði ég í fyrsta skipti í Köben. Ég fór meðfram ströndinni í 25 stiga hita og glampandi sól. Ég fór reyndar ekki nema ca. 7 km (fer meira á morgun) ég hef ekki skokkað í viku. Við kláruðum svo að taka upp úr kössunum og nú eigum við bara eftir að setja upp myndir og gardínur (vantar skrúfur og gardínustangir). Við Kristín fórum í þvottahúsið og settum í þvottavélar og þurkara. En klukkan eitt var lagt af stað í dýragarðinn. Ákveðið var að taka fram hjólin. Við vorum rúmlega klukkutíma að hjóla þangað í kæfandi hita (kaloríurnar fjúka). Við vorum komin um þrjúleytið í dýragarðinn við höfðum því þrjá tíma til að labba um garðinn og skoða dýrin þangað til garðinum lokaði. Við rétt náðum því og skemmtum við okkur mjög vel og Sverrir Falur var iðinn við að taka myndir af dýrunum. Ákveðið var að fara aðra leið heim, fórum við í gegnum miðbæinn og börnin tóku sundsprett í einu síkinu á leiðinni yfir á Amager (frábært). Við keyptum okkur bara tilbúna kjúklinga og borðuðum heima (það ...
Loksins, loksins erum við komin með nettengingu hér í Köben. Við lentum hérna í Köben á þriðjudaginn og erum búin að koma okkur nokkurn veginn fyrir í íbúðinni okkar hérna á Engvej. Við fengum ómetanlega aðstoð frá nágrönnum okkar hér á Engvej og fyrrum nágrönnum í Borgrnesi, þeim Viðari, Hrafnhildi og börnunum. En þau hafa búið hér í eitt ár. Í gær komu fyrstu gestirnir, Inga Margrét, Ingi og börn. Þau héldu síðan ferðalaginu áfram til Fjónar í dag, en ætla að koma aftur á þriðjudag, miðvikudag og vera í nokkra daga, veiiiiii. Við hittum Jakob Fal í dag og eyddum með honum síðdegi og borðuðum með honum kvöldmat.
Nú er kominn miðvikudagurinn 2. júlí og við erum búin að setja búslóðina í gáminn og hann er farinn til Rvíkur og á morgun leggur hann af stað til Danmerkur jojojojo. Eftir er fullt af dóti sem fer á Lambhaga á föstudaginn og þá á ekkert að vera eftir nema dótið sem við tökum með okkur út í töskum. En þá eru eftir þrifin (ég er reyndar aðeins byrjuð). Við verðum hjá Ásdísi um helgina og síðan förum við trúlega í bæinn til mömmu og pabba í næstu viku.