Í dag er búið að vera ansi heitt í Köben. Við fjölskyldan ákváðum þvík að taka lífinu með ró og vera heima við. Ég fór reyndar út að skokka og villtist aðeins af leið og því lengdist hringurinn aðeins. Eins og það sé ekki í lagi, bjórinn er aðeins farinn að setjast utan á læri og maga. Vatnið hefur því verið aðaldrykkurinn á heimilinum í gær og í dag.
Við fórum reyndar í hjólatúr og vorum að kafna úr hita og vorum fegin þegar heim var komið aftur. Þá settist ég á svalirnar og las smásögur (á íslensku sem Inga Margrét færði mér).
Þessa stundina eru fréttir í sjónvarpinu og mín reynir og reynir að hlusta og skilja. Ein fréttin fjallar um hækkun á fargjöldum í strætó, Metró og lestum, en farið á að hækka um fjórðung á næstu mánuðum (hjólin verða að virka).
Á morgun stendur til að hitta Ásdísi, Siggu systur hennar og fjölskyldu, hlakka til :-)
Sverrir Falur að grafa Guðrúnu lifandi og í tívolí
"Svona er ég bara"