Nú eru liðnar tvær vikur síðan við komum hingað út og höfum við gert margt og mikið en eigum þó nóg eftir að skoða og reyna. Við Björn reynum að bjarga okkur á dönskunni en skiljum ekki nema fjórða hvert orð sem sagt er við okkur (þeir tala svo asskoti óskýrt). En vonandi kemur þetta með tímanum, við reynum að vera dugleg að hlusta á fréttirnar í sjónvarpinu og vonum að það hjápli til.
Undanfarna viku hafa Inga Margrét, Ingi og börn verið í heimsókn og hefur það verið meiriháttar gaman. Margt hefur verið brallað.
En í dag fórum við Björn í ferðalag og heimsóttum skólana okkar. Við vorum ekki búin að fá bréf sent um inntöku í skólana (fyrir LÍN) þannig að við fórum m.a. til þess og líka til að skoða. Þetta var í allt rúmir þrír tímar í strætó, metró og lest. Það er nokkuð langt fyrir mig í skólann og sé ég því til hvort áætlun um að hjóla daglega standist.
Úti að borða á "Lille fede"
Undanfarna viku hafa Inga Margrét, Ingi og börn verið í heimsókn og hefur það verið meiriháttar gaman. Margt hefur verið brallað.
En í dag fórum við Björn í ferðalag og heimsóttum skólana okkar. Við vorum ekki búin að fá bréf sent um inntöku í skólana (fyrir LÍN) þannig að við fórum m.a. til þess og líka til að skoða. Þetta var í allt rúmir þrír tímar í strætó, metró og lest. Það er nokkuð langt fyrir mig í skólann og sé ég því til hvort áætlun um að hjóla daglega standist.

Úti að borða á "Lille fede"
Ummæli