Í dag skokkaði ég í fyrsta skipti í Köben. Ég fór meðfram ströndinni í 25 stiga hita og glampandi sól. Ég fór reyndar ekki nema ca. 7 km (fer meira á morgun) ég hef ekki skokkað í viku. Við kláruðum svo að taka upp úr kössunum og nú eigum við bara eftir að setja upp myndir og gardínur (vantar skrúfur og gardínustangir). Við Kristín fórum í þvottahúsið og settum í þvottavélar og þurkara. En klukkan eitt var lagt af stað í dýragarðinn. Ákveðið var að taka fram hjólin. Við vorum rúmlega klukkutíma að hjóla þangað í kæfandi hita (kaloríurnar fjúka). Við vorum komin um þrjúleytið í dýragarðinn við höfðum því þrjá tíma til að labba um garðinn og skoða dýrin þangað til garðinum lokaði. Við rétt náðum því og skemmtum við okkur mjög vel og Sverrir Falur var iðinn við að taka myndir af dýrunum. Ákveðið var að fara aðra leið heim, fórum við í gegnum miðbæinn og börnin tóku sundsprett í einu síkinu á leiðinni yfir á Amager (frábært). Við keyptum okkur bara tilbúna kjúklinga og borðuðum heima (það voru allir orðnir brjálæðislega hungraðir eftir alla brennsluna). Nú situr fjölskyldan fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir því að komast í tölvuna, (allir þurfa að komast á Netið).
Nashyrningur í Köben

Nashyrningur í Köben
Ummæli