Kristín Björg fór í fyrsta skipti í skóla í Danmörku í dag. Skólinn hennar heitir Sundbysöster skolen og er voðalega fínn skóli. Við Björn fórum aðeins þangað í gær og töluðum við kennarann hennar. Hún heitir Lis og er mjög viðkunnarleg. Í morgun fylgdum við Kristínu í skólann og fórum aðeins með henni inn. Nemendur er átta og eru allir búnir að vera dágóðan tíma í Danmörku og eru því farin að tala dönsku. Þarna eru krakkar frá Afríku, Kína, Brasilíu, Grænlandi og fleiri stöðum. KB er sú eina sem er hvít og ljóshærð. Að bekknum koma sex kennarar og kenna misjafnlega mikið. KB fór í fysta sérkennslutímann í dönsku í dag. SF fór líka í fyrsta sérkennslutímann í dönsku í dag og hann sagði að þetta hefði verið allt öðruvísi en hann hafði ímyndað sér. Það sem mér finnst ólíkt hér og heima er hversu vel nemendur taka á móti nýjum félögum, hér eru allir að leika sér saman (kannski er þetta tóm ímyndun) Hér mega nemendur fara inn á útiskónum og drekka þegar þeir eru þyrstir, jafnvel gos ef um unglinga er að ræða. KB er svo heppinn að í hennar kennslustofu er eldhúsinnrétting með ísskáp og tilheyrandi og getur hún því geymt safann og jógúrtina í kæli. Ég hef ekki séð kennara reykja nálægt skólum hér, en Danir reykja fremur mikið.
Nökkvi og Sölvi komu í heimsókn í gær. Þeir komu svo seint greyin að það fóru allir að sofa stuttu eftir að þeir komu. Björn var að koma frá því að fylgja Sölva á lestarstöðina, en hann ætlar að halda áfram til Árósa og vera þar í víku. Nökkvi og SF eru búnir að skipuleggja daginn í dag. Það á að fara upp í Amager Center og á Amagerbrogade (verslunargatan) og síðan á ströndina.
Af mínum skólamálum er lítið sem ekkert að frétta, er verið að vinna í málunum.
Nökkvi og Sölvi komu í heimsókn í gær. Þeir komu svo seint greyin að það fóru allir að sofa stuttu eftir að þeir komu. Björn var að koma frá því að fylgja Sölva á lestarstöðina, en hann ætlar að halda áfram til Árósa og vera þar í víku. Nökkvi og SF eru búnir að skipuleggja daginn í dag. Það á að fara upp í Amager Center og á Amagerbrogade (verslunargatan) og síðan á ströndina.
Af mínum skólamálum er lítið sem ekkert að frétta, er verið að vinna í málunum.
Ummæli