Ég hef ekki skrifað síðan á fimmtudaginn, en á föstudaginn hittum við Ásdísi, Siggu, systir hennar og fjölskyldu hennar. KB og SF höfðu hitt börnin hennar Magnus og Maríu og fyrrasumar hjá Ásdísi. Magnus er jafngamall Sf og Maria er jafngömul KB. Magnus var með skipulagða dagskrá fyrir SF og fóru þeir strax á hjólunum út. Þetta var aðeins vandræðalegra til að byrja með hjá stelpunum, en eftir nokkurn tíma var Maria komin á fullt í hlutverkið að kenna KB dönsku, það gekk ótrúlega vel. Eftir níu tíma samveru voru þær ekki búnar að leika nóg. Strákarnir notuðu meira enskuna, enda báðir með meiri þjálfun í ensku en stelpurnar.
Á laugardaginn átti að fara á ströndina, en þar sem það var skýjað vorum við heima við (skúringarfatan tekin fram og rennt yfir parketið). Seinnipartinn fór ég og krakkarnir að kíkja á drottninguna og höllina hennar, í leiðinni kíktum við á hafmeyjuna. Á höfninni voru þrjú stærðarinnar skemmtiferðaskip. Björn fór á meðan í hjólatúr og á ströndina á meðan.
Við KB kíktum aftur á móti á ströndina í dag og síðan fór fjölskyldan á Íslandsbryggju, ég fór fyrr heim til að elda (ég er að því núna) og restin er á leiðinni heima að borða kjúklinginn sem er í ofninum. Best að ég fari að setja maísinn í pottinn og skeri í salatið.
Á laugardaginn átti að fara á ströndina, en þar sem það var skýjað vorum við heima við (skúringarfatan tekin fram og rennt yfir parketið). Seinnipartinn fór ég og krakkarnir að kíkja á drottninguna og höllina hennar, í leiðinni kíktum við á hafmeyjuna. Á höfninni voru þrjú stærðarinnar skemmtiferðaskip. Björn fór á meðan í hjólatúr og á ströndina á meðan.
Við KB kíktum aftur á móti á ströndina í dag og síðan fór fjölskyldan á Íslandsbryggju, ég fór fyrr heim til að elda (ég er að því núna) og restin er á leiðinni heima að borða kjúklinginn sem er í ofninum. Best að ég fari að setja maísinn í pottinn og skeri í salatið.
Ummæli