Í gær fór meirihluti fjölskyldunnar á suðurhluta Amager. Þar er lítill bær sem heitir Drageyri. Þetta er mjög skemmtilegur bær með gömlum miðbæ og bryggju þar sem trillusjómenn gera út. Þarna er reyndar líka skemmtibátahöfn með fullt að misstórum skútum. Við skoðuðum gamalt virki sem var byggt á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar, en nú er verið að gera það upp sem veitingarstað. Við röltum um í dágóða stund og fengum okkur ís. Það tók okkur um 40 mín. að hjóla aðra leiðina (ágætis sunnudags rúntur, svipað og til Hveragerðis með bíl frá Reykjavík ). Á leiðinni hjóluðum við í gegnum göng sem fara undir eina af flugbrautum Kastrup flugvallar. Okkur þótti það merkilegt.
Þessar myndir eru teknar á Drageyri í gær, á neðri myndinni sést Eyrarsundsbrúin.
Við hjónin höfum setið við í morgun og skrifað smá fréttbréf sem við ætlum að senda vinum og vandamönnum sem ekki komast í nettengda tölvu. Við höfum líka verið að argast aðeins í LÍN, en það tilheyrir þegar maður er námsmaður í útlöndum.
Kristín Björg kom heim með þau tíðindi að það ætti að skipta bekknum hennar upp eftir dönskugetu og hún á að fara í betri hópinn. Hún heldur að hún verði þá ekki með stelpunum sem hún er að leika með og er ekkert voðalega sátt við þetta. Við ætlum með henní í skólann á morgun og athuga hvernig þessi skipting er. Við erum að sjálfsögðu ánægð með hversu vel gengur hjá henni með dönskuna.
SF kom alveg á útopnu heim, alltaf jafn gaman og hann er búinn að eignas tvo vini sem hann er eiginlega alltaf með í skólanum. Honum finnst ég stundum ekki hlusta nógu vel á allt sem hann hefur að segja. Tölum nú ekki um þegar fólk er með nefið í tölvunni.
Veðrið er búið að vera yndislegt í dag og í gær og mér skilst að sumarið heima á Íslandi hafi aldrei verið eins gott og í sumar.


Þessar myndir eru teknar á Drageyri í gær, á neðri myndinni sést Eyrarsundsbrúin.
Við hjónin höfum setið við í morgun og skrifað smá fréttbréf sem við ætlum að senda vinum og vandamönnum sem ekki komast í nettengda tölvu. Við höfum líka verið að argast aðeins í LÍN, en það tilheyrir þegar maður er námsmaður í útlöndum.
Kristín Björg kom heim með þau tíðindi að það ætti að skipta bekknum hennar upp eftir dönskugetu og hún á að fara í betri hópinn. Hún heldur að hún verði þá ekki með stelpunum sem hún er að leika með og er ekkert voðalega sátt við þetta. Við ætlum með henní í skólann á morgun og athuga hvernig þessi skipting er. Við erum að sjálfsögðu ánægð með hversu vel gengur hjá henni með dönskuna.
SF kom alveg á útopnu heim, alltaf jafn gaman og hann er búinn að eignas tvo vini sem hann er eiginlega alltaf með í skólanum. Honum finnst ég stundum ekki hlusta nógu vel á allt sem hann hefur að segja. Tölum nú ekki um þegar fólk er með nefið í tölvunni.
Veðrið er búið að vera yndislegt í dag og í gær og mér skilst að sumarið heima á Íslandi hafi aldrei verið eins gott og í sumar.
Ummæli