Þetta er búinn að vera ansi rólegur dagur. Við leyfðum okkur meira að segja að skríða upp í aftur þegar krakkarnir voru farnir í skólann. Það er bara búið að vera skýjað hérna í allan dag og rigna seinnipartinn. Ég fór út að skokka og síðan búin að vera að dúlla í tölvunni minni í dag. Skrifa bréf og msn-a við Lóa. Vantar bara web-cam og þá myndi ég örugglega ekki fara úr tölvunni heldur vera í samskiptum allan daginn við vini og vandamenn (ég veit ekki hversu gott það er til lengdar, námið verður að ganga fyrir). Ég eldaði þetta fína lasagna fyrir alla fjölskylduna, hún hefur stækkað aðeins (Nökkvi og Sölvi eru báðir taldir með). Það er svo gaman að elda mikið og allt klárast. Sölvi kom aftur í dag, eftir að hafa verið tæpa viku rétt hjá Árósum (Guðrún Vala þú verður bara að leiðrétta mig). Björn, Nökkvi og Kristín Björg sóttu hann á lestarstöðina.
Ég er búin að vera með hugann í vinnuherberginu í Grunnskólanum í Borgarnesi og verð að viðurkenna að mér finnst skrítið að vera ekki með í atinu við að skipuleggja og sitja alla fundina sem trúlega er verið að tuða svolítið yfir "alltaf fundur" (ég sakna GB voðalega mikið). En ég ætla að vera voðalega dugleg að skrifa hérna og vera í sambandi.
Björn vaskar upp og ég "hangi" í tölvunnu (svona á þetta að vera).
Ég er búin að vera með hugann í vinnuherberginu í Grunnskólanum í Borgarnesi og verð að viðurkenna að mér finnst skrítið að vera ekki með í atinu við að skipuleggja og sitja alla fundina sem trúlega er verið að tuða svolítið yfir "alltaf fundur" (ég sakna GB voðalega mikið). En ég ætla að vera voðalega dugleg að skrifa hérna og vera í sambandi.
Björn vaskar upp og ég "hangi" í tölvunnu (svona á þetta að vera).
Ummæli