Nú er kominn miðvikudagur og ég er búin að fara í þrjá daga í skólann. Þettar er nú búið að vera ansi formlegt og ópersónulegt hingað til. Á mánudaginn var skólasetning og var talið upp hve margir nemendur eru í hverri deild og svoleiðis. DPU býður eingöngu upp á framhaldsnám (kandidats-, masters- og doktor- nám) og stunda um 4000 manns nám við skólann, en taldir eru með þeir nemendur sem stunda nám í Álaborg og þeir eru töluvert margir. Mér skildsti fyrst að við værum á annað hundrað að hefja nám í "general pædagogik", en við erum ekki nema 35 sem erum í Kaupmannahöfn. Í gær var semsagt kynning á deildinni, túr um bókasafnið (sem er ekki lítið, Lella!, þú ættir að koma og kíkja!!). Síðan fengum við kynningu á vefumhverfinu sem allir eiga að vera mjög virkir að nota. Við erum í tveimur fögum í haust og hefur annar kennarinn verið mjög duglegur við að setja skipulag og lesefni haustsins inn á vefinn, en hinn hefur ekki sett staf. Í dag var verið að segja frá skrifstofubákninu og skólafélagi, ráði og öllu því. Eftir það settist ég niður á bókasafnið og las aðeins áður en lagt var af stað í 45 mín hjólaferð heim (það er alltaf hjólað í skólann og heim aftur, ca 25 km fram og til baka). Ég fór smá rúnt og tók myndir af skólanum áður en ég fór heim.
Að lokum, við eignuðumst litla frænku á mánudaginn. Gunnar bróðir minn og Guðrún eignuðust litla stelpu, 16 merkur og 51 cm. Við bíðum spennt eftir að fá myndir af henni.



Að lokum, við eignuðumst litla frænku á mánudaginn. Gunnar bróðir minn og Guðrún eignuðust litla stelpu, 16 merkur og 51 cm. Við bíðum spennt eftir að fá myndir af henni.
Ummæli