Það er ekki vegna þess að það er svo mikið að gera hjá mér að ég megi ekki vera að því að skrifa. Það er bara einhvern veginn þannig að þegar rútína kemst á daglegt líf þá finnst manni það ekkert til að skrifa um. Eða hvað??
En það er samt mikið að gera í náminu og kemur bara til með að aukast þegar líður á veturinn. Núna þarf sem sagt að liggja yfir bókum og stúdera það sem skrifa skal um, afmarka sig og lesa meira og síðan á að fara að skrifa heilu ritgerðirnar á dönsku (gangi mér vel). Og þar sem mér gengur ekki nógu vel að tjá mig um allt sem mig langar á danskri tungu, þá ætla ég að byrja í dönskunámi á fimmtudaginn og verð í því alla morgna fram að jólum.
Fjölskyldan fór út í búð að kaupa sér þvottavél á föstudaginn, kom í hús í gær, en eitthvað gengur erfiðlega að tengja þannig að hún er ekki byrjuð að þvo fyrir fjölskylduna, vantar einhverja töng til að losa og herða aftur einhver stykki. Í leiðinni var splæst í "Rösle" hvítlaukspressu. Ég er ekki heldur búin að prófa hana, en það gerist mjög bráðlega, því við borðum mikinn hvítlauk (enda ekkert haustkvef ennþá).
Einsi í Nepal kom í gær og bjargaði því sem hægt var að bjarga í gömlu tölvunni okkar, við héldum að hún hefði eyðilagst í flutningunum.
SF fór á fyrstu körfuboltaæfinguna á fimmtudaginn. Honum leist nú ekkert á blikuna í fyrstu þar sem mikið var af þeldökkum drengjum, bæði eldri og stærri en hann. Hann lét sig þó hafa það og voru strákarnir "ógeðslega góðir" að hans sögn. En hann ætlar að halda áfram að mæta. Síðan byrjar hann í DJ-klúbbi bráðlega.
Við erum að fara á fund með kennaranum hans á morgun og sjáum þá hvernig honum gengur í skólanum. Mér finnst ágætt að vera ekki í eins mikilli nálægð við hann í skólanum og ég hef verið undanfarin ár. Nú spyr ég hann hvernig gengur daglega og ég heyri hans hlið og er síðan í reglulegu sambandi við kennarann hans.
En það er samt mikið að gera í náminu og kemur bara til með að aukast þegar líður á veturinn. Núna þarf sem sagt að liggja yfir bókum og stúdera það sem skrifa skal um, afmarka sig og lesa meira og síðan á að fara að skrifa heilu ritgerðirnar á dönsku (gangi mér vel). Og þar sem mér gengur ekki nógu vel að tjá mig um allt sem mig langar á danskri tungu, þá ætla ég að byrja í dönskunámi á fimmtudaginn og verð í því alla morgna fram að jólum.
Fjölskyldan fór út í búð að kaupa sér þvottavél á föstudaginn, kom í hús í gær, en eitthvað gengur erfiðlega að tengja þannig að hún er ekki byrjuð að þvo fyrir fjölskylduna, vantar einhverja töng til að losa og herða aftur einhver stykki. Í leiðinni var splæst í "Rösle" hvítlaukspressu. Ég er ekki heldur búin að prófa hana, en það gerist mjög bráðlega, því við borðum mikinn hvítlauk (enda ekkert haustkvef ennþá).
Einsi í Nepal kom í gær og bjargaði því sem hægt var að bjarga í gömlu tölvunni okkar, við héldum að hún hefði eyðilagst í flutningunum.
SF fór á fyrstu körfuboltaæfinguna á fimmtudaginn. Honum leist nú ekkert á blikuna í fyrstu þar sem mikið var af þeldökkum drengjum, bæði eldri og stærri en hann. Hann lét sig þó hafa það og voru strákarnir "ógeðslega góðir" að hans sögn. En hann ætlar að halda áfram að mæta. Síðan byrjar hann í DJ-klúbbi bráðlega.
Við erum að fara á fund með kennaranum hans á morgun og sjáum þá hvernig honum gengur í skólanum. Mér finnst ágætt að vera ekki í eins mikilli nálægð við hann í skólanum og ég hef verið undanfarin ár. Nú spyr ég hann hvernig gengur daglega og ég heyri hans hlið og er síðan í reglulegu sambandi við kennarann hans.