Helgin var vægast sagt viðburðarík. Á laugardaginn var byrjað snemma að skipuleggja daginn. Fórum yfir til Hrafnhildar og Viðars, þar var ákveðið hvað ætti að borða um kvöldið, en sommerfest var í hverfinu okkar. Allir sem búa hér voru hvattir til að mæta, grilla og borða saman. Frá kl. 11 var flóamarkaður og þeir sem áhuga höfðum gátu selt dót. Syninum tókst að sjálfsögðu að finna sér tvær spólur sem hann þurfti nauðynlega að eignast og eyddi vasapeningnum í að versla þær (heilar 20 dkr). Síðan átti samkoman að byrja um fimmleytið. Við versluðum og vorum mætt með litla borðið okkar og stólanum á réttum tíma. Veðrið var yndislegt og var töluverður slæðingur af fólki sem kom með mat og vín. Við sátum þarna þar til farið var að dimma, en þá var Dananum farið að kólna (það var hlýrra en á júlíkvöldi á Íslandi, flíspeysuveður). Fólk færði sig þá inn í sal sem tilheyrir íbúðunum. En við fórum ekki þangað VEGNA ÞESS AÐ.... við fórum að fara að hita upp fyrir STUÐMENN . Við sátum hjá Viðari og Hrafnhildi, þangað komu nokkrir skemmtilegir Danir sem vildu frekar vera með okkur en hinu liðinu. Petrea og Darri komu líka, setið var til hálfellefu, en þá var lagt í´ann. Krakkarnir voru allir hérna og horfðu á sjónvarp og vídeó. Við vorum ótrúlega heppin, Petrea og Darri fóru á undan og ætluðu að redda miðum og komu rétt í tæka tíð og náðu þeim síðustu. Ballið var geðveikt, það var svoooo gaman. Dansað allan tímann, fyrir utan 20 mín. pásu. Þarna var troðfullt af Íslendingum. Fyrsta fólkið sem við sáum var Ólafur Helgi, sýslumaður og Þórdís, konan hans. En síðan sáum við ekki fleira fólk sem við þekktum.
Hluti hópsins situr að snæðingi
Í dag fóru allir í hverfinu okkar út að bera á leiktækinn og húsgögnin. Ágætismæting og því gekk þetta mjög vel. Þetta er mjög góð leið til að kynnast nágrönnunum. Fólkið tyllti sér niður í grasið á eftir og fékk sér hressingu í boði húsfélagsins.
KB er búin að eignast fína vinkonu í hverfinu sem er í skólanum sem SF gengur í og hún kemur til með að fara í þegar hún er búin að ná dönskunni aðeins betur. Hún talar að sjálfsögðu bara dönsku við hana og vonandi fær hún að vera með henni í bekk.

Hluti hópsins situr að snæðingi
Í dag fóru allir í hverfinu okkar út að bera á leiktækinn og húsgögnin. Ágætismæting og því gekk þetta mjög vel. Þetta er mjög góð leið til að kynnast nágrönnunum. Fólkið tyllti sér niður í grasið á eftir og fékk sér hressingu í boði húsfélagsins.
KB er búin að eignast fína vinkonu í hverfinu sem er í skólanum sem SF gengur í og hún kemur til með að fara í þegar hún er búin að ná dönskunni aðeins betur. Hún talar að sjálfsögðu bara dönsku við hana og vonandi fær hún að vera með henni í bekk.
Ummæli