Þá er komið haust í alvöru. Hitinn hefur farið niður fyrir frostmark í nótt, bíleigendur þurftu að skafa!
Vikan hefur verið ansi róleg hjá fjölskyldunni. Haustfríið hefur farið vel í okkur. Krakkarnir í rólegheitum hérna heima eða úti að leika með félögunum. Þettar er ósköp fínt. Það er tilbreyting að fá frí að vetri og vera ekki i að undirbúa hátíðarhöld (jól og páska).
Við fullorðna fólkið höfum þó verið mjög skynsöm (eins og ætið) og vaknað snemma og lesið "spennandi" fræðibækur. Ég er t.d. að lesa um historiebevidsthed eða söguvitund . Sem merkir tilfinningu fyrir liðnum tíma, nútíð og framtíð og vitund um að fyrirbæri mannlífsins eru breytingum undirorpin ( vitnað í námskrá). Ég náði mér í þykkan bunka af bókum þar sem verið er að ræða sögukennslu í grunnskólanum hérna í Danmörku. Hvað á að kenna og af hverju? Þetta hefur verið mikið í umræðunni hérna undanfarin 13 ár. En umræðan hefur ekki verið mikil á Íslandi. Ég ætla samt að kíkja á hvernig samfélagsfræðikennslan hefur breyst heima með tilliti til þeirra félagslegu breytinga sem orðið hafa á samfélaginu.
En nú er komin föstudagur og KB er að fá sér Cheerios sem amma sendi frá Íslandi. Það var mikil hamingja þegar pakki kom frá ömmu og afa í gær og upp úr honum kom t.d. pylsubrauð og SS pylsusinnep. SF hefur fundist ómögulegt að fá ekki almennileg pylsubrauð og sinnep þegar pylsur eru á borðum hér. Þannig að í einhverju símtalinu bað hann ömmu sína að senda sér þetta, sem brást skjótt við að vanda.
Vikan hefur verið ansi róleg hjá fjölskyldunni. Haustfríið hefur farið vel í okkur. Krakkarnir í rólegheitum hérna heima eða úti að leika með félögunum. Þettar er ósköp fínt. Það er tilbreyting að fá frí að vetri og vera ekki i að undirbúa hátíðarhöld (jól og páska).
Við fullorðna fólkið höfum þó verið mjög skynsöm (eins og ætið) og vaknað snemma og lesið "spennandi" fræðibækur. Ég er t.d. að lesa um historiebevidsthed eða söguvitund . Sem merkir tilfinningu fyrir liðnum tíma, nútíð og framtíð og vitund um að fyrirbæri mannlífsins eru breytingum undirorpin ( vitnað í námskrá). Ég náði mér í þykkan bunka af bókum þar sem verið er að ræða sögukennslu í grunnskólanum hérna í Danmörku. Hvað á að kenna og af hverju? Þetta hefur verið mikið í umræðunni hérna undanfarin 13 ár. En umræðan hefur ekki verið mikil á Íslandi. Ég ætla samt að kíkja á hvernig samfélagsfræðikennslan hefur breyst heima með tilliti til þeirra félagslegu breytinga sem orðið hafa á samfélaginu.
En nú er komin föstudagur og KB er að fá sér Cheerios sem amma sendi frá Íslandi. Það var mikil hamingja þegar pakki kom frá ömmu og afa í gær og upp úr honum kom t.d. pylsubrauð og SS pylsusinnep. SF hefur fundist ómögulegt að fá ekki almennileg pylsubrauð og sinnep þegar pylsur eru á borðum hér. Þannig að í einhverju símtalinu bað hann ömmu sína að senda sér þetta, sem brást skjótt við að vanda.
Ummæli