Það er kominn sunnudagur og sólin skín og börnin úti að leika (ekki mín, heldur börnin hér í kring). Hér var lífinu tekið með mikilli ró í gær, varla farið út fyrir hússins dyr. Á föstudagskvöldið buðum við Einari Braga og Líneyju í mat. Einar Bragi er strákur sem vann með Birni í ÍUT í Borgarnesi. Hann er í tölvuverkfræðinámi við DTU og Líney er í landafræðinámi við Kaupmannahafnarháskóla. Hérna var vakað og setið og rabbað til kl. fimm um morguninn.
Annars er ég byrjuð í dönskunni, mér líst ágætlega á þetta, lesnar eru blaðageinar og rætt um þær, síðan var farið í héraðsdóm og fylgst með nokkrum málum, við gátum ekki fylgst með neinu spennandi.
Nú á að fara að lesa um postmodernista og IKT sem mér þykir meira spennandi og ætla að skrifa um það ritgerð.
Annars er ég byrjuð í dönskunni, mér líst ágætlega á þetta, lesnar eru blaðageinar og rætt um þær, síðan var farið í héraðsdóm og fylgst með nokkrum málum, við gátum ekki fylgst með neinu spennandi.
Nú á að fara að lesa um postmodernista og IKT sem mér þykir meira spennandi og ætla að skrifa um það ritgerð.
Ummæli