Nú er ég aftur farin að reita hár mitt og skegg og vorkenna mér voðlega í þessu erfiða námi sem ég er búin að koma mér í. Sendi meira að segja LÍN fyrirspurn um hvort ekki væri hægt að hægja á sér og láta dönsku og eitt fag duga. En trúlega verð ég bara að harka af mér og vinna enn betur og skipulegar og láta þetta ganga upp hvað sem tautar og raular. Svona er lífið í hæðum og lægðum, alla vega hjá mér. Fyrir utan að ég þarf nauðsynlega að komast í klippingu og bjarga gráu hárunum (vonandi tekst mér að bjarga því fyrir helgi).
En nú eru að skella á rólegur tími hjá börnunum, haustfríið er í næstu viku og þá er tími til að snúa sólarhringnum við. Þau hlakka alla vega til þess að geta sofið út á morgnana. Annars gengur allt vel hjá þeim. SF fór í fyrsta skipti í DJ-klúbb, þótti það ekki mjög merkilegt, hafði lært þetta allt í fyrravetur í Óðali. Ætlar þó að halda áfram og sjá hvað setur.
Á föstudagskvöldið er menningarnótt hér í Kaupmannahöfn og án efa á maður eftir að skella sér í bæinn ef hann hangir þurr. Síðan virðist vera nóg um að vera alla næstu viku, fullt af uppákomum og tilboðum, þar sem allt skólakerfið lamast og eflaust margir foreldrar taka frí úr vinnu (ég hefði viljað sjá þetta gerast á Íslandi).
En nú eru að skella á rólegur tími hjá börnunum, haustfríið er í næstu viku og þá er tími til að snúa sólarhringnum við. Þau hlakka alla vega til þess að geta sofið út á morgnana. Annars gengur allt vel hjá þeim. SF fór í fyrsta skipti í DJ-klúbb, þótti það ekki mjög merkilegt, hafði lært þetta allt í fyrravetur í Óðali. Ætlar þó að halda áfram og sjá hvað setur.
Á föstudagskvöldið er menningarnótt hér í Kaupmannahöfn og án efa á maður eftir að skella sér í bæinn ef hann hangir þurr. Síðan virðist vera nóg um að vera alla næstu viku, fullt af uppákomum og tilboðum, þar sem allt skólakerfið lamast og eflaust margir foreldrar taka frí úr vinnu (ég hefði viljað sjá þetta gerast á Íslandi).
Ummæli