Nú kemur vikulegi pistillinn á þessu blessaða bloggi.
Er nú svo komið að sólarhringurinn er ekki nógu langur og ég sé ekki fram á að ég geti lokið þessum tveimur ritgerðum á réttum tíma nema ég taki mig aldeilis til í andlitinu. Er farin að vakna kl. sex á morgnanna og byrjuð að lesa.....ætli það dugi til??
Ég hef dálítið verið að velta því fyrir mér hvernig mér líður að vera útlendingur í Danmörku.
-Mér finnst erfitt að geta ekki sagt allt sem mig langar að segja þegar mig langar að segja það.
-Það pirrar mig að geta ekki gengið inn í grunnskóla og sótt um vinnu á mínum faglegu forsendum
-Mér finnst erfitt að vera útlendingur í þessu námi.
-Mér finnst erfitt að vera móðir sem á útlendinga í grunnskóla.....ekki það að skólarnir hafi ekki reynst okkur vel.
En þetta á bara eftir að verða auðveldara, vonandi.
Hérna er töluverð umræða um hvað eigi að gera við tvítyngdu börnin, hvort það eigi að dreifa þeim um alla borg....en hér virðist það vera þannig að fólk frá vissum hluta Evrópu hópast í ákveðin hverfi sem veldur því að allt að 80% nemenda eru útlendingar. Danirnir sem búa þarna senda börnin sín í einkaskóla.
Það er að eins og gefur að skilja mjög skiptar skoðanir um hvernig eigi að leysa vandamálin....en þau eru til staðar.
En á léttari nótur. Um helgina fórum við Björn á Strikið og Strætið, aðallega á Strætið og spókuðum okkur. Við ætluðum að kíkja á kaffihús, en það var eins og öllum Kaupmannahafnarbúum hafi dottið það sama í hug, öll kaffihús voru full út úr dyrum og bærinn iðaði af lífi. Að lokum fundum við eitt sem við skelltum okkur inn á og drukkum þetta fína kaffi. Síðan fengum við fullt af fínum gestum á sunnudaginn, Torfi og Bjarni Guðmundsson frá Hvanneyri komu hérna við á leiðinni til Svíþjóðar. Og bekkjarbróðir Björns kom hingað með fjölskylduna.
Sverrir Falur telur mér trú um það daglega að hann sé alltaf að tala dönsku í skólanum og hann sé einn af fáum sem leggur sig fram við að vinna verkefni í dönsku. Og KB er þessa stundina að lesa bréf frá Guðrúnu, en þau systkinin fengu engan smá pakka frá systkinunum í Kveldúlfsgötunni í morgun.
Er nú svo komið að sólarhringurinn er ekki nógu langur og ég sé ekki fram á að ég geti lokið þessum tveimur ritgerðum á réttum tíma nema ég taki mig aldeilis til í andlitinu. Er farin að vakna kl. sex á morgnanna og byrjuð að lesa.....ætli það dugi til??
Ég hef dálítið verið að velta því fyrir mér hvernig mér líður að vera útlendingur í Danmörku.
-Mér finnst erfitt að geta ekki sagt allt sem mig langar að segja þegar mig langar að segja það.
-Það pirrar mig að geta ekki gengið inn í grunnskóla og sótt um vinnu á mínum faglegu forsendum
-Mér finnst erfitt að vera útlendingur í þessu námi.
-Mér finnst erfitt að vera móðir sem á útlendinga í grunnskóla.....ekki það að skólarnir hafi ekki reynst okkur vel.
En þetta á bara eftir að verða auðveldara, vonandi.
Hérna er töluverð umræða um hvað eigi að gera við tvítyngdu börnin, hvort það eigi að dreifa þeim um alla borg....en hér virðist það vera þannig að fólk frá vissum hluta Evrópu hópast í ákveðin hverfi sem veldur því að allt að 80% nemenda eru útlendingar. Danirnir sem búa þarna senda börnin sín í einkaskóla.
Það er að eins og gefur að skilja mjög skiptar skoðanir um hvernig eigi að leysa vandamálin....en þau eru til staðar.
En á léttari nótur. Um helgina fórum við Björn á Strikið og Strætið, aðallega á Strætið og spókuðum okkur. Við ætluðum að kíkja á kaffihús, en það var eins og öllum Kaupmannahafnarbúum hafi dottið það sama í hug, öll kaffihús voru full út úr dyrum og bærinn iðaði af lífi. Að lokum fundum við eitt sem við skelltum okkur inn á og drukkum þetta fína kaffi. Síðan fengum við fullt af fínum gestum á sunnudaginn, Torfi og Bjarni Guðmundsson frá Hvanneyri komu hérna við á leiðinni til Svíþjóðar. Og bekkjarbróðir Björns kom hingað með fjölskylduna.
Sverrir Falur telur mér trú um það daglega að hann sé alltaf að tala dönsku í skólanum og hann sé einn af fáum sem leggur sig fram við að vinna verkefni í dönsku. Og KB er þessa stundina að lesa bréf frá Guðrúnu, en þau systkinin fengu engan smá pakka frá systkinunum í Kveldúlfsgötunni í morgun.
Ummæli