Helgin var einstaklega róleg hjá okkur. Andri Snær, sonur Hrafnhildar og Viðars gisti hjá okkur á föstudagskvöldið og var rólegt sjónvarpskvöld hjá börnunum. Við hjónum lágum aftur á móti upp í rúmi með skáldsögur. Á laugardaginn versluðum við nokkrar jólagjafir og fannst okkur það afrek út af fyrir sig. Höfum aldrei byrjað svona snemma, yfirleitt á síðustu stundu. Sunnudagurinn var óvenju rólegur.
Í dag hresstist liðið og endasentist út um allar jarðir. Sverrir Falur fór til Svíþjóðar í sund með bekknum sínum. Í Malmö er sundlaug með öllu, háum stökkpalli, öldulaug, heitum pottum (ekki sjálfgefið í Danmörku) og stórri laug. Hann kom sæll og glaður heim. Kristín Björg fór í félagsmiðstöðina sína eftir skóla, þar föndrar hún og málar nær daglega og þykir mjög skemmtilegt.
Í dag hresstist liðið og endasentist út um allar jarðir. Sverrir Falur fór til Svíþjóðar í sund með bekknum sínum. Í Malmö er sundlaug með öllu, háum stökkpalli, öldulaug, heitum pottum (ekki sjálfgefið í Danmörku) og stórri laug. Hann kom sæll og glaður heim. Kristín Björg fór í félagsmiðstöðina sína eftir skóla, þar föndrar hún og málar nær daglega og þykir mjög skemmtilegt.
Ummæli