Kveikt var jólunum hérna í Köben í gær í ausandi rigningu. Við létum okkur samt ekki vanta, keyptum okkur regnhlífar og örkuðum af stað upp á Amagerbrogade sem er aðalgatan hérna á Amager. Sverri Fal fannst þetta fremur hallærislegt og sat frekar heima og horfði á góða mynd. Á slaginu kl. fjögur lifnaði á seríunum. Á sama tíma lagði bílalest af stað efst úr götunni og keyrði niðureftir. Við stilltum okkur upp fremur neðarlega og þurftum að bíða eftir lestinni í rúman hálftíma. Þarna voru gamlir bílar, pallbílar með jólahúsum, brunabílar og fl. Lúðrasveitir spiluðu jólalögin. Þegar við vorum búin að stand í rigningunni í tæpan klukkutíma fannst okkur nóg komið og fórum heim. Tókum upp rauðvínsflösku og elduðum góðan mat.
Sverrir Falur fór á fyrsta diskótekið í Köben á föstudagskvöldið. Hann var búin að bíða spenntur í margar vikur og loksins kom að þessu. Þetta diskótek var ekki á vegum skólans heldur einhvers klúbbsins og var það fyrir krakka frá 14 - 18 ára. Hann fékk smá fræðslu um dóp og dílera áður en hann fór af stað. Klukkan rúmlega ellefu hringdum við í hann og þá var hann farinn út af diskótekinu og heim til eins félaga. Diskóið var ekki eins skemmtilegt og hann hafði vonast eftir. Ótrúlega troðið og allir að reykja, sérstaklega stelpur. Ég var mjög fegin þegar hann kom heim um tólfleytið.
Við Björn fórum á "Bogforum" á föstudaginn. Þar var verið að kynna allt það nýjasta í bókaútgáfu hér í Danmörku. Margt mjög spennnandi. . Þarna voru bókakynningar og umræður í hverju horni. Einar Már var m.a. að kynna bók eftir sig sem þýdd hefur verið á dönsku (ég hlustaði ekki á hann) Þetta var mjög gaman, heil Laugardalshöll full af bókum. Hefði alveg viljað kaupa jólagjafirnar þarna, en maður gefur ekki danskar bækur í jólagjöf. Þarna voru að sjálfsögðu fullt af grunnskólakennurum að skoða nýtt námsefni.
Lói og Ásdís eru á leiðinni til Köben um næstu helgi. Við ætlum að skella okkur á ráðstefnu i DPU. Ég hlakka svooooo til að hitta þau.


Sverrir Falur fór á fyrsta diskótekið í Köben á föstudagskvöldið. Hann var búin að bíða spenntur í margar vikur og loksins kom að þessu. Þetta diskótek var ekki á vegum skólans heldur einhvers klúbbsins og var það fyrir krakka frá 14 - 18 ára. Hann fékk smá fræðslu um dóp og dílera áður en hann fór af stað. Klukkan rúmlega ellefu hringdum við í hann og þá var hann farinn út af diskótekinu og heim til eins félaga. Diskóið var ekki eins skemmtilegt og hann hafði vonast eftir. Ótrúlega troðið og allir að reykja, sérstaklega stelpur. Ég var mjög fegin þegar hann kom heim um tólfleytið.
Við Björn fórum á "Bogforum" á föstudaginn. Þar var verið að kynna allt það nýjasta í bókaútgáfu hér í Danmörku. Margt mjög spennnandi. . Þarna voru bókakynningar og umræður í hverju horni. Einar Már var m.a. að kynna bók eftir sig sem þýdd hefur verið á dönsku (ég hlustaði ekki á hann) Þetta var mjög gaman, heil Laugardalshöll full af bókum. Hefði alveg viljað kaupa jólagjafirnar þarna, en maður gefur ekki danskar bækur í jólagjöf. Þarna voru að sjálfsögðu fullt af grunnskólakennurum að skoða nýtt námsefni.
Lói og Ásdís eru á leiðinni til Köben um næstu helgi. Við ætlum að skella okkur á ráðstefnu i DPU. Ég hlakka svooooo til að hitta þau.
Ummæli