Fórum á flugvöllin til að hitta Vigdísi, Jakob, Dag og Júlíu. Þau millilentu hérna á leið sinni til Brussel, en þar ætla þau að búa næstu árin. Það voru fagnaðarfundir, höfum ekki hitt krakkana og Vigdísi í hálft ár, hittum Jakob nokkrum sinnum á ferðalögum hans milli Íslands og Brussel. Náðum spjalli á kaffiteríunni í tæpan klukkutíma.

Fagnaðarfundir vorum meðal barnanna, Sverrir Falur hafði á orði þegar þau voru farin að það yrði allt og langt þangað til við hittum þau aftur, hálft ár. En við stefnum að því að fara til Belgíu í sumar.
Á leiðinni heim var komið við á ströndinni okkar.


Fagnaðarfundir vorum meðal barnanna, Sverrir Falur hafði á orði þegar þau voru farin að það yrði allt og langt þangað til við hittum þau aftur, hálft ár. En við stefnum að því að fara til Belgíu í sumar.

Á leiðinni heim var komið við á ströndinni okkar.
Ummæli