Ég byrjaði að lesa Öxina og jörðina eftir Ólaf Gunnarsson í gærkvöldi, hún lofar góðu. Ég á svo tvær íslenskar til góða sem við hjónin fengum í jólagjafir. En svo er ekki langt á bókasafnið. Það er nefnilega svo frábært hérna í Danmörku að það þarf ekkert að borga fyrir að fara á bókasöfn og það er hægt að fara á hvaða safn sem er, þau eru t.d. nokkur hérna á Amager. Eitt þeirra er uppáhalds, það er stærst og þar er líka hægt að kíkja i Moggann.
Rétt til getið, þetta eru Síríuslengjur, Björn fékk þetta í jólagjöf frá ástkærum bróður sínum, sem veit hvað Birni þykir gott. Ég fékk afturá móti lakkrísinn.

Rétt til getið, þetta eru Síríuslengjur, Björn fékk þetta í jólagjöf frá ástkærum bróður sínum, sem veit hvað Birni þykir gott. Ég fékk afturá móti lakkrísinn.
Ummæli