Helgin var fín.
Andri Snær hélt upp á átta ára afmælið sitt og bauð okkur að koma yfir í frokost. Þar voru þvílíkar kræsingar. Brauð, álegg og alskonar gúmmulaði. Við sátum þar í marga klukkutíma og höfðum það notalegt á meðan Björn var heima að lesa undir próf...hann kom þó smá stund og fékk sér aðeins í gogginn.
Í gær var hundleiðinlegt veður, hafði það þó af að fara út að skokka, Kristín Björg hjólaði með mér og sá um að ég hlypi sæmilega hratt. Það er ótrúlegt hvað ég er orðin háð þessum hlaupum....einu skiptin sem ég hugsa eitthvað af viti.
Ég kláraði að skrifa mína fyrstu atvinnuumsókn í gær, rosalega er maður í vernduðu umhverfi þarna uppi á Íslandi. Orðinn hundgamall og aldrei sótt skriflega um atvinnu fyrr.
Andri Snær hélt upp á átta ára afmælið sitt og bauð okkur að koma yfir í frokost. Þar voru þvílíkar kræsingar. Brauð, álegg og alskonar gúmmulaði. Við sátum þar í marga klukkutíma og höfðum það notalegt á meðan Björn var heima að lesa undir próf...hann kom þó smá stund og fékk sér aðeins í gogginn.
Í gær var hundleiðinlegt veður, hafði það þó af að fara út að skokka, Kristín Björg hjólaði með mér og sá um að ég hlypi sæmilega hratt. Það er ótrúlegt hvað ég er orðin háð þessum hlaupum....einu skiptin sem ég hugsa eitthvað af viti.
Ég kláraði að skrifa mína fyrstu atvinnuumsókn í gær, rosalega er maður í vernduðu umhverfi þarna uppi á Íslandi. Orðinn hundgamall og aldrei sótt skriflega um atvinnu fyrr.
Ummæli