Jæja, nú vantar mig spark í rassinn. Ég eyði dögunum í allt annað en að sitja við tölvuna og skrifa atvinnuumsóknir eða hringja og leita mér að vinnu. Ég sendi reyndar nokkrar í síðustu viku, en það er ekki nóg, ég á að senda á hverjum degi. Þannig að nú verður að bretta upp ermar og koma sér í gang. Hendi einni í póst á morgun og svo hlýt ég að fara að fá einhver svör eða hvað??
Krakkarnir koma heim um hádegið á morgun. Þetta er búið að vera mikil skemmtiför, áætlanir hafa gengið eins og í sögu, ferðin til Ísafjarðar gekk vel og þar hittu þau, fyrir utan ömmu, afa og Atla, þessa frábæru vini sem þau hafa átt í mörg ár. Kristín Björg hitti Örnu Kristínu, var boðið í afmæli til hennar strax og hún kom. Hún hitti líka Önnu vinkonu sína. Sverrir Falur hittir alltaf bestu vini sína, þá Einar Örn og Gunnar. Í Borgarnesi var frábært, fórum í skólann, hittu bekkjarfélagana, kennarana og aðra vini. Inga Margrét sá um að dekra þau upp úr skónum dag eftir dag. Kristín Björg var svo heppin að vera boðið í afmæli til Mörtu og síðan hélt Verónika, mamma Rakelar Aspar, stelpupartý. Sverrir Falur hitti vini sína þá Hinna, Nökkva og Helga Elí. Þau voru náttúrulega bæði í góðu sambandi vð Guðrúnu og Atla Steinar, þar sem þau gistu hjá þeim. Í bænum voru þau hjá ömmu og afa og þar fyrir utan hittu þau frændfólkið sitt..alla vega Júlíu Guðbjörgu litlu frænku. Kristín Björg hitti líka Ester Ósk vinkonu sína og Sverrir Falur Atla frænda sinn, sem var staddur bænum.
Við foreldrarnir erum farin að hlakka til að fá þau heim og svei mér þá ef þau eru ekki farin að sakna okkar smávegis.
Krakkarnir koma heim um hádegið á morgun. Þetta er búið að vera mikil skemmtiför, áætlanir hafa gengið eins og í sögu, ferðin til Ísafjarðar gekk vel og þar hittu þau, fyrir utan ömmu, afa og Atla, þessa frábæru vini sem þau hafa átt í mörg ár. Kristín Björg hitti Örnu Kristínu, var boðið í afmæli til hennar strax og hún kom. Hún hitti líka Önnu vinkonu sína. Sverrir Falur hittir alltaf bestu vini sína, þá Einar Örn og Gunnar. Í Borgarnesi var frábært, fórum í skólann, hittu bekkjarfélagana, kennarana og aðra vini. Inga Margrét sá um að dekra þau upp úr skónum dag eftir dag. Kristín Björg var svo heppin að vera boðið í afmæli til Mörtu og síðan hélt Verónika, mamma Rakelar Aspar, stelpupartý. Sverrir Falur hitti vini sína þá Hinna, Nökkva og Helga Elí. Þau voru náttúrulega bæði í góðu sambandi vð Guðrúnu og Atla Steinar, þar sem þau gistu hjá þeim. Í bænum voru þau hjá ömmu og afa og þar fyrir utan hittu þau frændfólkið sitt..alla vega Júlíu Guðbjörgu litlu frænku. Kristín Björg hitti líka Ester Ósk vinkonu sína og Sverrir Falur Atla frænda sinn, sem var staddur bænum.
Við foreldrarnir erum farin að hlakka til að fá þau heim og svei mér þá ef þau eru ekki farin að sakna okkar smávegis.
Ummæli