Ég hef sjaldan eða aldrei beðið með jafn mikilli óþreyju eftir vorinu. Í dag snjóaði aðeins og var skítkalt. Veðurfræðingarnir lofa að vorið komi í næstu viku, spá 12-15 stiga hita mánudag og þriðjudag. Það er eins gott að þeir skipti ekki um skoðun.
Ég byrja í fullri vinnu á morgun. Fyrst átti ég að fá fastráðningu þann 1. maí, síðan breyttist það í 1. apríl og enn beyttist það og ég byrja bara strax á morgun. Í næstu viku byrja að á leikskóladeildinni, en þar er hópur af börnum sem færist niður á"fritids" heimilið 1. maí og kem ég til með að vera fyrst með þann hóp á leikskólanum og fylgja honum síðan niður og verð með umsjón með þeim í sumar og næsta vetur.
Ég skellti mér í kæruleysisgírin og fór í H og M og splæsti á mig sumarlegu, stuttu pilsi og bleikum sokkabuxum og bol, sem sagt næstum tilbúin í sumarið.
Ég byrja í fullri vinnu á morgun. Fyrst átti ég að fá fastráðningu þann 1. maí, síðan breyttist það í 1. apríl og enn beyttist það og ég byrja bara strax á morgun. Í næstu viku byrja að á leikskóladeildinni, en þar er hópur af börnum sem færist niður á"fritids" heimilið 1. maí og kem ég til með að vera fyrst með þann hóp á leikskólanum og fylgja honum síðan niður og verð með umsjón með þeim í sumar og næsta vetur.
Ég skellti mér í kæruleysisgírin og fór í H og M og splæsti á mig sumarlegu, stuttu pilsi og bleikum sokkabuxum og bol, sem sagt næstum tilbúin í sumarið.
Ummæli