Ég held að fyrsti dagur í vori hafi verið í dag, sól og smá ylur, annars hefur verið skítakuldi hérna í Köben undanfarnar vikur. Aumingja gestirnir okkar hafa verið að frjósa úr kulda...ekki það besta þegar Íslendingar fara til útlanda...að lenda í hörkuvetri.
Vinnan gengur vel, alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Er að vinna við að hafa það gaman og hafa ofan af fyrir börnunum. Í síðustu viku og þeirri næstu er keramikverkstæði fyrir krakkana og mega þeim móta eins mikið og þeim lystir í steinleir, sem verður brenndur og málaður.
Við Björn hjóluðum um alla Kristjánshöfn í gær í roki og kulda. En þar finnst alveg frábær arkitektúr og líka alveg hræðinlegur...t.d. nýja óperuhúsið...sem eru hrikaleg mistök. En þar eru byggingar sem ég gæti vel hugsað mér að búa í. Síðan fórum við í fjölskylduferð í Lyngby, en þangað er skemmtilegt að koma.
Í dag voru Hrafnhildur og Viðar hjá okkur í pönnukökum, mömmu til heiðurs, því að hún á nefnilega afmæli í dag.
Nóg í bili, því að ég þarf að drífa eina umsókn af fyrir kvöldmat.
Vinnan gengur vel, alltaf skemmtilegra og skemmtilegra. Er að vinna við að hafa það gaman og hafa ofan af fyrir börnunum. Í síðustu viku og þeirri næstu er keramikverkstæði fyrir krakkana og mega þeim móta eins mikið og þeim lystir í steinleir, sem verður brenndur og málaður.
Við Björn hjóluðum um alla Kristjánshöfn í gær í roki og kulda. En þar finnst alveg frábær arkitektúr og líka alveg hræðinlegur...t.d. nýja óperuhúsið...sem eru hrikaleg mistök. En þar eru byggingar sem ég gæti vel hugsað mér að búa í. Síðan fórum við í fjölskylduferð í Lyngby, en þangað er skemmtilegt að koma.
Í dag voru Hrafnhildur og Viðar hjá okkur í pönnukökum, mömmu til heiðurs, því að hún á nefnilega afmæli í dag.
Nóg í bili, því að ég þarf að drífa eina umsókn af fyrir kvöldmat.
Ummæli