Nú er vinnan hafin fyrir alvöru. Ég mæti galvösk kl. 12:30 alla daga nema föstudaga, en þá eru starfsmannafundir og ég mæti kl. 10:00. Þetta er enginn dans á rósum. Mér finnst þetta bara vera helv. erfitt. Á þessu heimili er börn með helling að efiðleikum, eins og gerist og gengur og mér finnst erfitt að takast á við alls kyns uppákomur með takmarkaðan orðaforða og hreim. Ég ég var svo þreytt eftir fyrstu heilu vinnuvikuna að ég var að velta því fyrir mér hvað í andsk. ég er alltaf að koma mér í. En ég er á því að halda áfram og ég veit að ég verð að vera bjartsýn og læra af mistökunum. Ég er svolítið hrædd við að láta eftir mér að gera mistök. Fólkið sem ég vinn með er yndislegt, en ég er ennþá bara feimin...
Við erum búin að vera með gesti, Ingunn og Guðmundur komu til okkar á miðvikudaginn. Við gátum lítið sinnt þeim, þannig að þau urðu að vera dugleg að bjarga sér sjálf, enda á Ingunn systur hér í Köben sem sá um að leiða hana í nokkrar verslanir. vinirnir Björn og Guðmundur gátur síðan slett úr klaufunum saman á föstudaginn. Ég hitti þau síðan eftir vinnu og við fengum okkur að borða saman. Þau fóru á hótel á föstudaginn, Intrum var með árshátið og bauð starfsmönnum í helgarferð. Við hittum þau þó aftur í gær og fórum í smá túristaferð, m.a. að skoða Amalíuborg og hafmeyjuna.
Ingunn, Guðmundur, Björn og Kristín Björg fyrir utan Amalíuborg
Við erum búin að vera með gesti, Ingunn og Guðmundur komu til okkar á miðvikudaginn. Við gátum lítið sinnt þeim, þannig að þau urðu að vera dugleg að bjarga sér sjálf, enda á Ingunn systur hér í Köben sem sá um að leiða hana í nokkrar verslanir. vinirnir Björn og Guðmundur gátur síðan slett úr klaufunum saman á föstudaginn. Ég hitti þau síðan eftir vinnu og við fengum okkur að borða saman. Þau fóru á hótel á föstudaginn, Intrum var með árshátið og bauð starfsmönnum í helgarferð. Við hittum þau þó aftur í gær og fórum í smá túristaferð, m.a. að skoða Amalíuborg og hafmeyjuna.

Ingunn, Guðmundur, Björn og Kristín Björg fyrir utan Amalíuborg
Ummæli