Jæja, þá er ég komin heim aftur til Köben. Byrjuð að vinna, ræktast og skokka.
Ég var nú ekki alveg til að fara strax frá Íslandi, en svona er þetta bara.
Ég átti fjóra yndislega daga og tókst að hitta flesta af nánustu vinum og vandamönnum sem búa á suður og vesturlandi.
Á fimmtudaginn tóku mamma og pabbi á móti mér og ég fór heim með þeim, en ég gisti að sjálfsögðu hjá þeim. Sverrir bróður og Baldur komu í heimsókn, Helgi, Arndís og strákarnir borðuðu með okkur og síðan fór ég í heimsókn til Bjarkar vinkonu. Börnin hennar, Siddý og Halldór hafa stækkað mikið í vetur, þau eru orðin sjö ára, alveg að verða búin með 1. bekk. Þau lásu bæði eins og herforingjar fyrir mig í lestrarbókunum sínum.
Linda kíkti til hennar líka og við áttum frábært spjall.
Þetta eru Baldur frændi minn og Sverrir bróðir minn.
Á föstudaginn fór ég í Borgarnes. Það var meiriháttar. Ég byrjaði á að þiggja te hjá Lóa og Þóreyju og síðan fór ég upp í skóla. Ég hitta flesta kennara og starfsfólk, og ég fór í frábæra heimsóknir í 6. bekkina. Krakkarnir sem ég kenndi í þrjú ár höfðu ekkert breyst mikið, þó stækkað töluvert. Þau voru pínu feimin fyrst. Ég hefði viljað staldra lengur við og ná að kveðja Möggu mína og fleiri, en þetta þýðir bara að ég kem bráðlega aftur. Ég náði að heimsækja Ingu Margrét og Inga og þangað kom Ásdís líka.
Um kvöldið fór ég í fertugs afmæli til Lindu. Hún var með bleikt dömuboð í Hafnarborg. Ég var ótrúlega bleik.
B-bekkurinn, það vantar Gunnar Bjarna, en hann var í fríi.
A-bekkurinn
Á laugardaginn fór ég að kaupa útskriftargjafir. Ég hitti svo Guggu vinkonu á kaffihúsi í Kringlunni. Hún var með Árnýju Oddbjörgu og Tryggva Hjört. Mér fannst mjög vænt um að fá að hitta þau aðeins. Síðan fór ég beint heim að skipta um föt og í stúdentaveislu. Kaffi, tertur og brauð. Ég borðaði á mig gat og lagði mig alla fram við að klára allt, en tókst það ekki. Varð því að koma aftur daginn eftir.
Hulda í glæsilegum útskriftarkjól.
Á laugardagskvöldið fékk ég mér kvöldgöngu um Hafnarfjörð í grenjandi rigningu með Sverri bróður og síðan í kók og snakk á eftir heima hjá honum. Náði þá að hitta Soffíu, sem sat yfir námsbókunum á laugardagskvöldi, ótrúlegt.
Ég hitti Halldóru á sunnudaginn. Fór reyndar fyrst í Bónus og verslaði eins og hálviti, sælgæti og rusl fyrir fleiri þúsund. Það var mjög gott að hitta Halldóru, sat hjá henni og leysti heimsmálin í nokkra tíma. Fór beint til Bjarkar á eftir og fékk að heyra djammsöguna frá kvöldinu áður, en hún var að halda upp á 20 ára stúdentsafmæli. Ég stóð síðan við mitt, að reyna að ljúka við afgangana frá deginum áður hjá Gunna og Guðrúnu, en mér tókst það samt ekki. Júlía Guðbjörg var voða sæt og fín. Kvöldinu var eytt í faðmi foreldranna og horft á þátt um Rockville.
Júlía Guðbjörg
Á mánudagsmorguninn, heyrði ég aðeins í Jónínu og Garðari, hefði náttúrulega helst viljað hitta þau. Síðan kom Lói í Lasagnað hennar mömmu. Björk mín, keyrði mig út á flugvöll.
Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega þreytt og undin þegar ég kom heim. Einhvern veginn tætt, Vissi ekkert hvar ég vildi. Það er þannig að þegar maður er búinn að vera í aðalhlutverki í nokkra daga, vill maður helst halda hlutverkinu. En þannig er það ekki í raun. Lífið snýst alls ekki bara um mig.
Ég var nú ekki alveg til að fara strax frá Íslandi, en svona er þetta bara.
Ég átti fjóra yndislega daga og tókst að hitta flesta af nánustu vinum og vandamönnum sem búa á suður og vesturlandi.
Á fimmtudaginn tóku mamma og pabbi á móti mér og ég fór heim með þeim, en ég gisti að sjálfsögðu hjá þeim. Sverrir bróður og Baldur komu í heimsókn, Helgi, Arndís og strákarnir borðuðu með okkur og síðan fór ég í heimsókn til Bjarkar vinkonu. Börnin hennar, Siddý og Halldór hafa stækkað mikið í vetur, þau eru orðin sjö ára, alveg að verða búin með 1. bekk. Þau lásu bæði eins og herforingjar fyrir mig í lestrarbókunum sínum.
Linda kíkti til hennar líka og við áttum frábært spjall.

Þetta eru Baldur frændi minn og Sverrir bróðir minn.
Á föstudaginn fór ég í Borgarnes. Það var meiriháttar. Ég byrjaði á að þiggja te hjá Lóa og Þóreyju og síðan fór ég upp í skóla. Ég hitta flesta kennara og starfsfólk, og ég fór í frábæra heimsóknir í 6. bekkina. Krakkarnir sem ég kenndi í þrjú ár höfðu ekkert breyst mikið, þó stækkað töluvert. Þau voru pínu feimin fyrst. Ég hefði viljað staldra lengur við og ná að kveðja Möggu mína og fleiri, en þetta þýðir bara að ég kem bráðlega aftur. Ég náði að heimsækja Ingu Margrét og Inga og þangað kom Ásdís líka.
Um kvöldið fór ég í fertugs afmæli til Lindu. Hún var með bleikt dömuboð í Hafnarborg. Ég var ótrúlega bleik.

B-bekkurinn, það vantar Gunnar Bjarna, en hann var í fríi.

A-bekkurinn
Á laugardaginn fór ég að kaupa útskriftargjafir. Ég hitti svo Guggu vinkonu á kaffihúsi í Kringlunni. Hún var með Árnýju Oddbjörgu og Tryggva Hjört. Mér fannst mjög vænt um að fá að hitta þau aðeins. Síðan fór ég beint heim að skipta um föt og í stúdentaveislu. Kaffi, tertur og brauð. Ég borðaði á mig gat og lagði mig alla fram við að klára allt, en tókst það ekki. Varð því að koma aftur daginn eftir.

Hulda í glæsilegum útskriftarkjól.
Á laugardagskvöldið fékk ég mér kvöldgöngu um Hafnarfjörð í grenjandi rigningu með Sverri bróður og síðan í kók og snakk á eftir heima hjá honum. Náði þá að hitta Soffíu, sem sat yfir námsbókunum á laugardagskvöldi, ótrúlegt.
Ég hitti Halldóru á sunnudaginn. Fór reyndar fyrst í Bónus og verslaði eins og hálviti, sælgæti og rusl fyrir fleiri þúsund. Það var mjög gott að hitta Halldóru, sat hjá henni og leysti heimsmálin í nokkra tíma. Fór beint til Bjarkar á eftir og fékk að heyra djammsöguna frá kvöldinu áður, en hún var að halda upp á 20 ára stúdentsafmæli. Ég stóð síðan við mitt, að reyna að ljúka við afgangana frá deginum áður hjá Gunna og Guðrúnu, en mér tókst það samt ekki. Júlía Guðbjörg var voða sæt og fín. Kvöldinu var eytt í faðmi foreldranna og horft á þátt um Rockville.

Júlía Guðbjörg
Á mánudagsmorguninn, heyrði ég aðeins í Jónínu og Garðari, hefði náttúrulega helst viljað hitta þau. Síðan kom Lói í Lasagnað hennar mömmu. Björk mín, keyrði mig út á flugvöll.
Ég verð að viðurkenna að ég var ótrúlega þreytt og undin þegar ég kom heim. Einhvern veginn tætt, Vissi ekkert hvar ég vildi. Það er þannig að þegar maður er búinn að vera í aðalhlutverki í nokkra daga, vill maður helst halda hlutverkinu. En þannig er það ekki í raun. Lífið snýst alls ekki bara um mig.
Ummæli