Vitið þið, ég ætla að skreppa í Íslands á fimmtudaginn. Fyrst og fremst ætla ég að hitta fjölskylduna, en svo ætla ég að heimsækja nokkra vini. Stefnan er að kíkja hluta úr degi í Borgarnes. En ég hlakka ótrúlega mikið til, það eru tíu mánuðir síðan við fluttum út og allir hafa skroppið heim nema ég. Semsagt röðin komin að mér.
Annars var bara vinnan í dag og það var ótrúlega afslappað og gaman í vinnunni, ég held að fólk sé farið að kynnast mér eins og ég er, þrátt fyrir að það sé langt í land að ég geti tjáð mig fullkomlega á dönsku.
Annars var bara vinnan í dag og það var ótrúlega afslappað og gaman í vinnunni, ég held að fólk sé farið að kynnast mér eins og ég er, þrátt fyrir að það sé langt í land að ég geti tjáð mig fullkomlega á dönsku.
Ummæli