Ég ætla alltaf að vera ótrúlega dugleg við að skrifa, en svo finnst mér ekkert markvert gerast sem ætti að fara hingað inn.
En á hverjum degi gerist eitthvað merkilegt sem ástæða er til að minnast á. Til dæmis átti pabbi minn afmæli á þriðjudaginn. Til hans mætti öll fjölskyldan í kaffi og pönnsur, en við vorum með þeim í anda og fengum engar pönnukökur.
Lói, Bergþóra og Kári flugu hingað út á miðvikudaginn og gistu hjá okkur eina nótt áður en þau héldu í heimahagana í suður Als. Nú eru þau flutt hingað til Danmerkur og það leggst ótrúlega vel í mig (og þau líka). Þau verða reyndar allt of langt í burtu, en það er hægt að skreppa í helgarferðir. Svo er búið að skipuleggja fyrstu sameiginlegu útileguna í sumar.
Í dag ætluðum við að leggja af stað til Brussel, en því miður eru aðstæður þannig hjá okkur núna að við komumst ekki. Vonandi getum við skroppið þangaði yfir í langa helgarferð í vetur.
Ég ætla ekki að minnast á veðrið núna, þannig að þegar rignir þá er ekki minnst á veður á þessu bloggi.
En á hverjum degi gerist eitthvað merkilegt sem ástæða er til að minnast á. Til dæmis átti pabbi minn afmæli á þriðjudaginn. Til hans mætti öll fjölskyldan í kaffi og pönnsur, en við vorum með þeim í anda og fengum engar pönnukökur.
Lói, Bergþóra og Kári flugu hingað út á miðvikudaginn og gistu hjá okkur eina nótt áður en þau héldu í heimahagana í suður Als. Nú eru þau flutt hingað til Danmerkur og það leggst ótrúlega vel í mig (og þau líka). Þau verða reyndar allt of langt í burtu, en það er hægt að skreppa í helgarferðir. Svo er búið að skipuleggja fyrstu sameiginlegu útileguna í sumar.
Í dag ætluðum við að leggja af stað til Brussel, en því miður eru aðstæður þannig hjá okkur núna að við komumst ekki. Vonandi getum við skroppið þangaði yfir í langa helgarferð í vetur.
Ég ætla ekki að minnast á veðrið núna, þannig að þegar rignir þá er ekki minnst á veður á þessu bloggi.
Ummæli