Fyrsti sumardagurinn var núna á dögunum og hann hefur ekki komið svona seint síðan árið 1928. Veðurfræðingar segja nefnilega að fyrsti almennilegi sumardagurinn sé þegar hitinn nær 25°C og það hefur ekki gerst svona seint síðan snemma á síðustu öld. En núna á hitinn bara að hækka og hækka og í dag var ansi heitt (kannski að sumrinum hafi bara seinkað og verði næstu tvo, þrjá mánuðina).
Ég er þessa dagana aðallega í vinnunni, úti að skokka, í sundi eða heima hjá mér að dútla við heimilisstörf eða annað skemmtilegra. Í morgun var ég t.d. á fundi með nokkrum kennurum í Sundpark skolen og starfsmönnum tveggja annarra "fritids"heimila. En við vinnum nokkur verkefni saman með nemendum 0. bekkjar = 1. bekkjar á Íslandi. Guð, hvað mér rosalega vel á að fá að koma inn í skólann og vinna svona verkefni, kennarinn fær líf.
Ég er þessa dagana aðallega í vinnunni, úti að skokka, í sundi eða heima hjá mér að dútla við heimilisstörf eða annað skemmtilegra. Í morgun var ég t.d. á fundi með nokkrum kennurum í Sundpark skolen og starfsmönnum tveggja annarra "fritids"heimila. En við vinnum nokkur verkefni saman með nemendum 0. bekkjar = 1. bekkjar á Íslandi. Guð, hvað mér rosalega vel á að fá að koma inn í skólann og vinna svona verkefni, kennarinn fær líf.
Ummæli