Ég hélt mig mest inni í litla búrinu mínu um helgina. Ég hafði það fremur skítt andlega og þá á ég það til að láta allt líta vel út á yfirborðinu, en er samt alveg í klessu inní mér, fel mig inní búrinu mínu og læt lítið fara fyrir mér. En nú er ég farin að rétta úr mér inni í búrinu og hver veit nema ég kíki út í dag.
En það er ekki þar með sagt að ég hafi setið heima aðgerðarlaus, nei, nei. Á laugardaginn var sumarhátið í litla hverfinu okkar, fólk dreif sig út og seldi eigur sínar fyrri hluta dagsins og síðan var grillað saman og skemmt sér um kvöldið. Við sátum saman með Hrafnhildi, Viðari og börnum og Sigþóri og Kristínu, en þau eru ungt par sem fluttu hingað í sumar (Kristín Björg passaði dóttur Sigþórs í sumar). Í gær fórum við hjónin í heljarinnar göngutúr, gengum um Kristjánshöfn og Kristjaníu og við vorum heila fjóra klukkutíma á rölti. Þegar við komum heim eldaði Kristín Björg fyrir okkur fyllta hálfmána sem brögðuðust mjög vel. Kvöldið var tekið með ró í sófanum.
En það er ekki þar með sagt að ég hafi setið heima aðgerðarlaus, nei, nei. Á laugardaginn var sumarhátið í litla hverfinu okkar, fólk dreif sig út og seldi eigur sínar fyrri hluta dagsins og síðan var grillað saman og skemmt sér um kvöldið. Við sátum saman með Hrafnhildi, Viðari og börnum og Sigþóri og Kristínu, en þau eru ungt par sem fluttu hingað í sumar (Kristín Björg passaði dóttur Sigþórs í sumar). Í gær fórum við hjónin í heljarinnar göngutúr, gengum um Kristjánshöfn og Kristjaníu og við vorum heila fjóra klukkutíma á rölti. Þegar við komum heim eldaði Kristín Björg fyrir okkur fyllta hálfmána sem brögðuðust mjög vel. Kvöldið var tekið með ró í sófanum.
Ummæli