Jæja, nú er lífið aftur komið í rútinuna og þá líður mér vel. Það er stundum eins og það megi ekkert út af bregða þá fari að halla undan fæti. En ég veit sjálf best að ég verð að passa rosalega vel upp á svefn, mat og hreyfingu svo að ég haldi jafnvægi (eitthvað fór þetta því miður úr skorður um helgina).
Við Björn vorum í heimsókn á skrifstofu VIBO (fyrirtækið sem á íbúðina sem við búum í) í morgun, við höfum verið að gera okkur vonir um að fá aðra íbúð hjá þeim um áramótin, en við framleigjum þessa íbúð til áramóta. En okkur var sagt að það væri útilokað. Þannig að nú er að fara af stað og leita að húsnæði, það er víst ekki mjög auðvelt hérna í henni kóngsins Köben. En við setjum fingur í kross og vonum það allra besta.
Við Björn vorum í heimsókn á skrifstofu VIBO (fyrirtækið sem á íbúðina sem við búum í) í morgun, við höfum verið að gera okkur vonir um að fá aðra íbúð hjá þeim um áramótin, en við framleigjum þessa íbúð til áramóta. En okkur var sagt að það væri útilokað. Þannig að nú er að fara af stað og leita að húsnæði, það er víst ekki mjög auðvelt hérna í henni kóngsins Köben. En við setjum fingur í kross og vonum það allra besta.
Ummæli